Himininn yfir Vopnafirði er algjörlega stórkostlegur. Síðustu fimm nætur hef ég fengið að upplifa fimm mismunandi afbrigði af litadýrðinni.
Eitt það besta við Vopnafjörð er nálægðin við náttúruna. Það er yndislegt að standa úti í vornóttinni og hlusta.