Einbeitingin mín er alveg úti á túni. Hef sennilega misst hana einhversstaðar á milli fjárhússins og íbúðarhússins á Rauðhólum. Pappírsskönnun og tölvupikk er ekki efst á óskalistanum í dag. Mætti ég þá frekar biðja um að fá að setja niður kartöflur eða smala kindum.
Óli sló garðinn í gær og ég rakaði. Það sló aðeins á fráhvarfseinkennin frá sveitinni. Þetta var sennilega efni í hálfan bagga.