Það spáir bara 10-15 stiga hita og sól svo langt sem augað eygir. Það er eiginlega besta veður sem hægt er að hugsa sér. Ég er ekki hrifin af of miklum hita.
Ég var eiginlega búin að ákveða að taka mér frí eftir hádegi í dag. Í morgun var svo sendur út póstur um að allir sem hefðu tök á mættu taka sér sólarfrí eftir hádegi 🙂 Ég hugsa að ég taki mér nokkra styttri daga í næstu viku líka til að vinna uppá móti yfirvinnu síðustu vikna, sérstaklega ef veðurspáin gengur eftir.
Í tilefni sólarfrísins fór ég á Subway og keypti mér stóran bát á 600 kall (eitthvað tilboð hjá þeim þessa vikuna svo það er spurning um að lifa bara á Subway um helgina) og fór með hann heim og borðaði út á verönd á meðan ég fletti blöðunum. Fór svo í sund og synti heilan kílómeter, hef aldrei áður synt svo mikið í einni lotu. Merkilegast fannst mér að það var ekkert svo erfitt þrátt fyrir mikla sundleti síðustu vikur. Svo hékk ég aðeins í pottunum. Sit svo úti með tölvuna núna, maður sér reyndar frekar illa á skjáinn í allri þessari birtu en það sleppur.
Njótið sumarsins