Nú er ég orðin alein í Reykjavík. Fyrst fór Óli til N-Írlands, svo fóru Svenni, Hrönn og Freyr til Frakklands og svo fóru amma, afi og Ásta Hanna aftur til Vopnafjarðar. Það eru semsagt búnir að vera fjölskyldudagar hjá mér, sem er góð tilbreyting. Núna eru vinadagar teknir við, fór í saumaklúbb til Írisar í kvöld og svo ætlum við að hittast annaðkvöld bókasafnsgellur. Svo er helgin frekar óráðin sem er bara ágætt.
Fór áðan á rúntinn til að skoða fallega sólarlagið og Snæfellsnesið. Tók nokkrar myndir. Ég elska íslenskt sumar.
Er farin að hlakka til sumarfrísins 🙂