Harðindi

Hvað meina menn með því að festa gengið þegar engin innistæða er fyrir því?

Hvað eru menn að spá að neita aðstoð frá Noregi? Hvað þýðir það að kannski seinna í vikunni verði hafnar viðræður við Rússa? Við stefnum hraðbyri á hausinn öll með tölu. En hvað þýðir það að ríkið fari í gjaldþrot? Þýðir það ekki að það verða ekki til peningar til að borga laun, það verða ekki til neinir peningar til að borga atvinnuleysisbætur, það verða ekki til peningar til halda uppi heilbrigðisþjónustu, það verða ekki til peningar til að halda opnum skólum o.s.frv. Hvernig byrja þjóðir á núlli?

Nú skulum við bara öll vera þakklát fyrir sjávarútveginn, landbúnaðinn og álverksmiðjurnar okkar. Það er það eina sem mögulega getur bjargað okkur í þessari stöðu. En það eru harðindi framundan, það er nokkuð ljóst.