Djöfull er ég pirruð á öllu þessu liði sem er endalaust að tönglast á því að við séum nú öll samsek í þessu klúðri! Ég er fjandakornið ekki sek í þessu máli. Eða á ég að finna til sektar yfir því að hafa tekið húsnæðislán? Að hafa tekið námslán? Að hafa farið til útlanda nokkrum sinnum síðustu árin? Að hafa leyft mér að fara í bíó, í leikhús, út að skemmta mér, út að borða o.s.frv. reglulega? Var ég þar með að taka þátt í helvítis eyðslufylleríinu og á bara skilið að sitja eftir í rústunum og borga af himinháum lánum þar til ég fer á eftirlaun?
Þó að við sitjum öll í súpunni þá eru aðeins fáir einstaklingar sem bera ábyrgð og eru sekir í þessu máli. Þessir menn eru stjórnmálamenn og fyrrverrandi bissnisshálfvitar.