Það hefur ekki verið mikil blogggleði síðustu vikurnar. Einhvernveginn er bloggið svolítið að víkja fyrir Facebook. Blogg er samt miklu skemmtilegra en Face.
Það sem er helst að frétta þessa dagana er auðvitað að ég er ófrísk, komin fimm mánuði á leið. Það gengur voða vel og ég er að verða ansi stór.
Svo er ég líka orðin 26 ára. Ég held jafnvel að ég sé að verða fullorðin en ég hef svosem haldið það nokkrum sinnum áður án þess að nokkuð gerist 😉
Ég skrapp austur í sveitina um helgina og hélt uppá afmælið mitt þar. Gott að hitta fjölskylduna loksins en ég var ekki búin að fara austur í hálft ár.
Hafið það gott 🙂