Ég held að við ættum að taka upp þá reglu að skjóta strax þá ísbirni sem þvælast til Íslands og menn verða varir við. Í fyrsta lagi stafar alltaf nokkur hætta af þeim því að nánast hvar sem þeir ganga á land eru þeir nálægt byggð (nema kannski á Hornströndum). Í öðru lagi er líklegt að þeir séu illa á sig komnir eftir langa ferð til Íslands (nema hugsanlega í þeim tilfellum þegar mikill hafís er við landið). Í þriðja lagi eru þetta gríðarlega kostnaðarsamar og hættulegar aðgerðir að flytja þá aftur til síns „heima“ og á meðan erum við að teppa mikilvæg björgunartæki eins og þyrlur og varðskip.
Ég veit vel að þeir eru í útrýmingarhættu en mér finnst það bara ekki þess virði að vera að púkka uppá þessi örfáu dýr sem villast hingað þó að það lúkki voða vel gagnvart „heiminum“.
Þetta finnst mér án þess að ég hafi nokkuð kynnt mér málið frekar en með lestri frétta undanfarnar vikur.