Það er nú ekki mikið að frétta héðan. Erum byrjuð að huga að fluttningum svona inn á milli þess sem við erum að vinna. Svo er maður alltaf að leita sér að tíma til að skrifa þessa blessuðu ritgerð sem gengur nú frekar hægt. ´
Á föstudagskvöldið fórum við Birna í Halloween partí hjá Þjóðbrók. Við stoppuðum ekki lengi því við vorum frekar þreyttar. Â
Á laugardagskvöldið var ég svo að passa Helga Fannar og Pétur Snæ. Hrafnkell aftur á móti fór á tónleika með karlakórnum Fóstbræður og sinfoníuhljómsveit Íslands. Stuðmenn tóku víst nokkur lög líka. Hrafnkell kom svo til mín eftir tónleikana og hjálpaði mér að passa.
 Á sunnudaginn var svo föndur/frænku klúbbur og föndruðum við allar voða fínar myndir úr efnisbútum.