á eftir að raða þessu betur upp og bæta fleirum inn á seinna meir:) Er þetta samt ekki ágætis byrjun hjá mér?
Annars var ég nú að pæla að þar sem ég er kölluð Íris brandarakona í vinnunni minni. (vegna þess að síðustu vikurnar hef ég sagt samstarfsfólki mínu sirka 5 brandara á dag) hvort ég ætti ekki að hafa alltaf að skella inn brandara um leið og ég blogga? en bara ef að þið commentið og segist vilja þá. Ég byrja á einum aula (maður geymir þá bestu þar til síðast sko)
Ljóskan var að keyra í Hafnarfirði þegar löggan stoppaði hana og bað um að
fá að sjá ökuskírteinið hennar. Hvað er það spurði hún?
Það er svona bleikt með mynd af þér. Hún leitaði í veskinu þangað til hún fann bleika púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í spegilinn.
Er það þetta spurði hún?
Löggan tók dósina og leit í spegilinn og segir svo.
Nú! Ekki vissi ég það þú værir í lögreglunni!!