Ég vona að allir hafi haft það gott þessa jóladaga sem liðnir eru. Við erum allavegana búin að hafa það alveg rosalega gott. Fórum norður síðasta föstudag í blíðskaparveðri og náðum að vera á undan vindinum:) Keyrðum aftur suður á jóladag þar sem ég þurfti að mæta í vinnu annan í jólum. Þrátt fyrir stutt stopp fyrir norðan náðum við að afreka alveg helling eins og…
- Heimsækja Jónu og Emil, Inga kom þangað líka svo við hittum hana líka.
- Heimsækja Önnu og Palla, Margrét kom þangað líka.
- Líta aðeins við hjá Agli og Ellý.
- Heimsækja Siggu og Dóra
- Heimsækja ömmu og afa Hrafnkels.
- Heimsækja Hrefnu.
- Fara í kirkjugarðinn á Dalvík og fara með blóm og kerti á leiðið hennar mömmu.
- Koma við heima á Dalvík.
- Kíkja í nokkrar búðir á Akureyri.
- Fara í miðnæturmessu í Glerárkirkju og hittum þar Snjólaugu, Steina, Pétur og Alla.
- Eiga ánægjuleg jól með foreldrum og bræðrum Hrafnkels.
Við fengum alveg helling að gjöfum og viljum við auðvitað þakka kærlega fyrir okkur. Það sem var í pökkunum í ár var…
- Frystiskápur
- 19″ flattölvuskjár
- Heimasími
- Verkfærasett með 91 hlut þar á meðal hleðsluborvél
- 2 skálar
- Eyrnalokkar og hálsmen
- Sósukanna
- 2 svuntur
- Glerjólatré
- Hjarta með ljósum til að hengja upp
- Gullmolar
- Bakki með 2 kertum og skrautsteinum
- Matreiðslubók Nönnu
- Bókin til hamingju með heimilið
- 2 Laxness bækur í safnið
- Bókin Lykilorð 2007
- 2Â málmstjörnur til að hengja upp
- Ilmkerti
- þvottapoki
- Sturtusápa
- Ilmkúlur
- Bókin Draumalandið
- North face úlpa
- Ozon vind og vatnsheldur golfjakka
- náttbuxur
- Â Fossil úr
- Konfektkassi
- 10.000 kr gjafabréf í útilíf
- Kassi með fullt af jólakúlum og jólaskrauti.
- Sætur lítill skraut engill.
- Svört támjóstígvél
- Heildsala gaf mér ilmvatn
- Heildsala gaf mér sokkabuxur Â
- Framundan eru svo áramótin með áframhaldandi áti og skemmtilegheitum og verðum við í Reykjavík þessi áramótin.
Sponduhittingur er svo planaður hjá okkur 2. janúar. Hrönn og Kristín Erla eru þær einu sem hafa látið vita að þær koma. Við vonum auðvitað að allir komi, það gerist allt of sjaldan.
Â
Â