Gleðilegt ár

Við höfðum það voða gott í­ gærkveldi, borðuðum hjá Sillu og Filla. Pabbi kom lí­ka. Maturinn var góður og kvöldið gott. Um 8 leytið kom Guðni með Eirí­k Boga til okkar því­ hann og ísta voru á leið upp á sjúkrahús. Svo það var nóg að gera að elta þrjá grí­slinga sem allir vildu athygli;) Pétur Snær sofnaði yfir skaupinu og svaf alla flugeldana af sér en við hin fórum út að skjóta. Hrafnkell og Filli sáu um að koma flugeldunum í­ loftið. Silla var með Helga Fannar að sýna honum flugeldana og ég með Eirí­k Boga. Pabbi var svo inni að lí­ta eftir Pétri Snæ. Það varð að vera skipulag á þessu. Sí­ðan tæplega hálf eitt varð Eirí­kur Bogi stóri bróðir:) Elsku ísta, Guðni og Eirí­kur Bogi til hamingju með litla prinsinn:) Prinsinn lét sko aldeilis bí­ða eftir sér en kom með stæl og varð fyrsta barn ársins. Ég er stolt afasystir í­ dag:)http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1244598

 

Við Hrafnkell kí­ktum aðeins í­ partí­ í­ gærkveldi en stoppuðum mjög stutt, ég held að aldurinn sé farinn að segja til sí­n enda árinu eldri en í­ gær;)