Á föstudaginn…

… var ég að passa Helga Fannar systurson minn sem varð þriggja ára núna í­ janúar. ítti við hann skemmtilegt samtal sem ég ætla að deila með ykkur.

Við vorum að horfa á teiknimyndir og ég ligg í­ sófanum Þá segir HFF: Ég ætla í­ fjallgöngu.
Frænkan: HA? fjallgöngu? (krakkinn þekkir enga sem fer í­ fjallgöngur svo ég var voða hissa að hann þekkti þetta orð) HFF: já fjallgöngu, og byrjar að klifra upp á frænku sí­na. Frænkan verð stórt spurningamerki í­ framan og segir : Er ég fjall?
HFF: Já, sí­ðan leggst hann ofan á frænku sí­na og segist þurfa að hví­la sig.
Þá verður frænkunni/ fjallinu nóg boðið og segir: Er ég svona stórt fjall að þú þurfir að hví­la þig eftir að hafa klifið mig?
HFF: já
Þarna fékk ég mæta ástæðu til að drulla mér af stað í­ megrun!!!!

Stuttu sí­ðar þegar HFF er kominn heilu og höldnu niður af fjallinu (ekkert svo móður) þá stingur hann upp á því­ að við förum út.
Þetta finnst frænkunni alveg kjörið enda þurfti hún á hreyfingu að halda eftir að hafa verið kölluð fjall.
Eftir að HFF skammar mig fyrir að renna úlpunni minni svo hátt að það sjáist ekki í­ hökuna og munninn á mér höldum við út. Hann segist vita um besta rólóinn og teimir mig áfram að leikvellinum. Þegar þangað er komið fer HFF í­ rennibrautina og lí­tur á frænku sí­na og setur hendurnar fyrst og segir ég ætla að renna! Jamm segir frænkan sem er eitthvað mikið annars hugar. HFF lí­tur aftur á frænku sí­na og segir enn hærra, ég ætla að renna svona! Þá rankar frænkan við sér og segir NEI. Þá sest hann niður og segir nei það má nefnilega ekki.

Næst höldum við í­ búðina og HFF vill vera búðarmaðurinn. Hann skipar mér að vera viðskiptavinur og ég kem því­ og kaupi nokkra hluti og rétti honum 3 steina fyrir. (þegar ég var lí­til voru steinar greiðsla fyrir ýmsum vörum) Hann horfir mjög móðgaður á mig og segir: þetta kostar sko fleiri steina. Óóóó segir frænkan og réttir honum tvo í­ viðbótt. Frænkan fær nú hneygslunarsvip og HFF segir: Ekki svona marga. Eftir að frænkan hafi staðið sig svona illa sem viðskiptamaður er hún gerð að kaupmanni enda varla hægt að klúðra neinu þar eða hvað…

frænkan/fjallið/kaupmaðurinn bí­ður góðann daginn þegar viðskiptavinurinn mætir á svæðið og spyr hvað meigi bjóða viðskiptavininum. HFF. segist ætla að kaup einn súkkulaði kleinuhring, eina stóra húfu og eina litla strákahúfu. Frænkan lætur hann hafa allar vörururnar og segir er það eitthvað fleira? Já eina rennibraut lí­ka segir þá HFF. Mér bregður nú hálfpartinn við þetta og segi að rennibrautir kosti marga peninga og spyr hvort hann hafi efni á að kaupa svona rennibraut. Já svarar viðskiptavinurinn og biður mig að koma að róla. Seinna fattaði ég að hann borgaði aldrei fyrir vörurnar sí­nar. (vonandi sjá yfirmenn mí­nir ekki þetta blogg, ekki gott til frásagnar að ég láti viðskiptavinina ekki borga.)

Við héldum í­ rólurnar en þar sem allt var blautt eftir rigningu þá vildi frænkan ekki setjast í­ rólurnar. HFF stóð þá upp úr sinni og færði sig í­ næstu og dæsti: farðu þá í­ þessa, og bendir á róluna sem hann var í­. Frænkan horfir á hann og segir: já en hún er ennþá blaut. Nei segir HFF ég er búinn að þurka hana. Frænkan lætur platast og sest í­ röku róluna og finnur hvernig gallabuxurnar blotna (frábær tilfinning). Frænkan stendur því­ fljótt upp og HFF lí­ka en hann vill fara í­ aðrar rólur. Hann sest í­ aðra og segir frænkunni að setjast í­ hina. Frænkunni finnst hún alltaf vera að eiga sama samtalið og segir rólann er blaut, sérðu ég er með blautann rass. Já segir þá frændinn hneygslaður á frænkunni fyrir að vera svona asnaleg til fara.
Frænkan tekur þá á það ráð að gera eins og í­ gamla daga þegar hún var ung en þá var mesta sportið að standa í­ rólunum. Frændinn horfir alveg forviða á athafnir frænkunnar og segir: Hvað ertu að gera?, viltu detta á hausinn og meiða þig? Það er sko ekki gott. Nei segir frænkan skömmustulega meðan HFF sýnir henni hvernig hægt er að detta úr rólunni og merkilegt nokk þá mun hausinn alltaf fara á undan.

Sí­ðan þá ákveða frændsystkinin að labba í­ bakarí­ið og kaupa sér kleinuhring. Þegar þau eru alveg að verða komin að bakarí­inu þá segir HFF. Ó nei, við getum ekki borðað kleinuhringi núna. Nú segir frænkan og klórar sér í­ hausnum. Við erum ekki búin að borða hádegismat segir HFF akkúrat þegar við göngum fram hjá sjoppunni. Við verðum bara að fara og kaupa hamborgara fyrst bætir HFF við. Frænkan er alveg komin að því­ að springa úr hlátri en leggur til að þau fari allavegana fyrst í­ bakarí­ið. Einhverra hluta vegna þá kom frænkan út með 3 kókómjólk, 2 súkkulaðikleinuhringi og eina skúffukökusneið. humm hún sem ætlaði bara að kaupa 1 kleinuhring.
HFF er svo ánægður með bakarí­isferðina að hann gleymir sjoppunni og hamborgaranum svo frænkan nýtir sér það og fer með hann heim.