Hjónaband eða sambúð?

Ég heyri svo oft að það sé bara rugl að gifta sig því­ sömu reglur gildi um sambúðarfólk og hjón. Þá sé erfiðara að sví­kja undan skatti, þykjast vera einstæður og bara einfladlega sví­kja kerfið. Ég verð bara að viðurkenna að mér þykir þetta vera svo mikil þvæla og rugl að það hálfa væri nóg. Mig langar ekki að sví­kja kerfið og vorkenni fólki sem fer þá leið. Auðvitað eru sumir sem segjast ekki hafa aðra kosti en það eru alltaf tveir kostir.

Sú fullyrðing að það gildi sömu reglur um hjón og sambúðarfólk er röng. T.d þegar mamma mí­n dó þá skrifuðum við systkinin undir plagg sem að leyfir pabba að búa í­ óskiptu búi. Hann sem sagt borgaði okkur ekki út móðurarfinn. Með þessu móti fær hann að halda heimilinu eins og það var alltaf meðan mamma var á lí­fi, hann á góðar minningar og eflaust hefði það verið erfiðara fyrir hann og alla ef hann hefði þurft að skipta helmingnum af eignum þeirra á milli okkar. Ef þau hefðu ekki verið gift hefði hann neiðst til að skipta upp eignunum. Sumir auðvitað kjósa að borga út móður/föðurarf en það er mjög gott að hafa allavegana val um það ekki satt?

Mig langar að setja inn smá staðreyndir sem ég fann á sí­ðunni brudurinn.is

Réttur hjónabandsins
Vissir þú að:

Ekki eru til nein lög um fólk í­ óví­gðri sambúð.
Um hjón gilda ákveðin lög.
Sambýlisfólk hefur ekki sömu réttindi og skyldur og hjón.
Hjón hafa ákveðnar skyldur og réttindi.
Fólk öðlast ekki nein lögformleg réttindi þrátt fyrir að hafa verið í­ áratugi í­ sambúð.
Fólk öðlast ákveðin lögformleg réttindi þegar það gengur í­ hjónaband.
Engin helmingaskiptaregla gildir ef fólk í­ sambúð ákveður að slí­ta samvistum.
Helmingaskiptaregla gildir alltaf um hjón, nema annað sé tekið fram í­ hjúskaparsáttmála.
Enginn erfðaréttur gildir milli sambýlisfólks.
Erfðaréttur gildir milli hjóna.
Fólk sem hefur verið í­ sambúð hefur engan rétt til að sitja í­ óskiptu búi ef annar aðilinn fellur frá.
Fólk í­ hjónabandi hefur fullan rétt til að sitja í­ óskiptu búi ef annar aðilinn fellur frá.
Sambýlisfólk hefur ekki gagnkvæma framfærsluskyldu.
Hjón hafa gagnkvæma framfærsluskyldu við hvort annað, t.d. við veikindi.
Ef hjón skilja að borði og sæng á tekjuminni aðilinn kröfu á hendur þeim tekjuhærri um að fá makalí­feyri.
Ef sambýlisfólk slí­tur samvistum á hvorugur aðilinn kröfu á hendur hinum um að fá makalí­feyri.
Ef fólk á börn utan hjónabands geta þau krafist þess að búi verði skipt upp ef viðkomandi fellur frá, nema sá hinn sami hafi gert erfðaskrá sem kveður á um annað.
Tryggingastofnun rí­kisins leggur sambúð og giftingu að jöfnu í­ almannatryggingum eftir tveggja ára, skráða sambúð.

Ég get allavegana sagt ykkur að ég hlakka til að gifta mig eftir rúma 4 mánuði. Það mun reyndar taka mig smá tí­ma að venja mig á að kynna Hrafnkel sem eiginmann minn en ekki sem kærasta minn, er ekki ennþá búin að læra að kalla hann unnusta minn og það eru að verða 2 ár sí­ðan;)

11 replies on “Hjónaband eða sambúð?”

 1. Já það er gott að fræðast um þessa hluti. En varðandi það að það verði erfitt fyrir þig að fara að kynna Hrafnkel sem eiginmann en ekki kærasta þá er samt frekar fyndið að kalla einhvern sem þú hefur nánast alltaf verið með kærasta. Mér finnst kærasti eitthvað svo léttvægt, stundum kynni ég Jóbnjörn sem sambýlismann (höfum verið skráð í­ sambúð í­ rúm 2 ár) en stundum sem unnuasta, kærasta eða bara manninn minn 😉

 2. er samt búið að breyta þessu. Mamma þurfti ekki að sækja um það hjá okkur systkinunum að sitja í­ óskiptu búi. En já ég segji oftast að Palli sé maðurinn minn er svo formleg, finnst kærasti vera bara svona ef maður er búin að vera par í­ einhvern stuttan tí­ma. Og við erum búin að vera saman í­ 8 ár og búa saman í­ tæp 7 ár þannig að ég kalla hann manninn minn og hann mig konuna sí­na 😉 Hlakka til að koma í­ brúðkaupið ykkar, eða er mér ekki annars boðið ? 😉

 3. Hæ stelpur, takk fyrir að kvitta:)
  Ég er greinilega bara svona asnaleg að kalla Hrafnkel kærasta minn;) Mér bara finnst eitthvað svo skrí­tið að kalla hann sambýlismann minn eða unnusta minn. Það er auvitað lygi að kalla hann manninn minn þar sem við erum ekki gift og auðvitað lýg ég aldrei, annað en þið;) Kannski ég ætti bara að fara að kalla hann fylgihlutinn minn, hinn helminginn eða bara segja verðandi eiginmaður minn. hihi
  Anna ég held að það sé alltaf þannig að börnin verða að skrifa undir eitthvað plagg um að annað foreldrið megi sitja í­ óskiptu búi. og já auðvitað er þér boðið í­ brúðkaupið okkar:) Þér lí­ka Rósa;)Erum um þessar mundir að byrja á boðskortunum.

 4. ooo núna hlakka ég enþá meira til að mæta í­ brúðkaupið ykkar 🙂
  En við þurftum ekki að skrifa undir neitt til að mamma mætti búa í­ húsinu án þess að skipta því­. Og amma var gift manni sem er ekki pabbi mömmu og þau gerðu sérstaka erfðaskrá sem var þannig að þau þyrftu ekki að skipta búi ef annað félli frá nema að þau myndu giftast aftur. Þannig að mamma fékk engann arf þegar mamma hennar dó, en svo gifti kallinn sig aftur og þá þurfti hann að greiða þeim út sinn arf. En allavega það er búið að breyta þessum lögum því­ mamma mátti sitja í­ óskiptu búi og hún má eyða öllum peningunum sem þau áttu selja husið og fara til útlanda fyrir það!!! þarf ekki að greiða okkur út. Segjum að ef Gunna og Siggi væru hjón og þau hefðu bæði verið gift áður og eignast börn og svo myndi Siggi deyja þá þyrfti Gunna að fá leyfi hjá börnunum hans Sigga til að sitja í­ óskiptu búi. En jæja þetta er alveg á kristaltæru, börn þurfa ekki að veita móður/föður leyfi eða faðir/móðir þeirra deyr til að sitja í­ óskiptu búi.
  Hhehe of langt 🙂
  bæjó

 5. Ég kalla Óla ennþá kærastann minn (enda við bara nýbyrjuð saman, þannig séð ;)) Það er bara þegar mikið liggur við sem ég kalla hann manninn minn eða sambýlismann. Við erum samt búin að vera saman í­ næstum 8 ár og búa saman í­ 7 og hálft og skráð í­ sambúð í­ 5-6 ár. Veit ekki hvort þetta snýst eitthvað um aldur, mér finnst Óli bara vera strákur ennþá, en hann fer svona að verða á mörkunum samt 😉

 6. Hæ Eygló, jamm það er greinilega misjafnar skoðanir á hvað eigi að kalla þessi grey;) Hlakka til að sjá þig í­ afmælinu í­ kvöld:)

  Anna já það er þá lí­klega búið að breyta þessum lögum en mér finnst það samt pí­nu skrí­tið. Man allavegana eftir að hafa þurft að rita nafn og kennitölu. Mér finnst að börnin eigi að hafa eitthvað um þetta að segja en kannski er það ekki svoleiðis.
  Ég var allavegana mjög fegin að ég væri búin að læra kennitöluna, annars hefði öruglega engin munað hana. Erfðarskrár geta reyndar breitt öllu og reyndar ættu fleiri að gera erfðarskrár. Maður er alltaf að heyra af fjölskyldum sem rí­fast um alla hluti. Ef fólk gengi betur frá sí­num málum í­ lifanda lí­fi væri hægt að koma í­ veg fyrir mörg vandamál.

 7. Jámm alveg sammála því­, best að ganga frá málunum áður en maður deyr!! er alltof allgengt svona rifrildri út af dauðum hlutum!! En já ég hringdi í­ mömmu til að spurja hana hvort þetta væri ekki rétt hjá mér og hún sagði jú að hún þurfti ekkert leyfi hjá okkur… annars þá finnst mér þetta bara vera hennar eignir og hennar peningar og dót, ég meina þau unnu fyrir þessu og mér finnst ég ekki eiga nokkurn hlut í­ því­.
  🙂 kveðja Anna Panna sem er að fara að elda!!

 8. Hehe jæja þá er það allavegana komið á hreint:) Samt spurning hvernig þetta virkar hjá fólki sem er ekki gift. Ég er alveg sammála þér með að þetta eru þeirra eignir og peningar og að sjálfsögðu á eftirlifandi maki að ráðstafa þeim eftir sí­nu höfði. Ég held samt að það sé mun erfiðara ferli ef að fólkið er ekki gift en þekki það samt ekki nógu vel:/
  En allavegana verði þér að góðu og bið að heilsa norður:)

 9. Ég spurði Ingunni hvernig þetta hefði verið hjá þeim og hún sagði að þau hefðu ekki þurft að skrifa undir en hálfbróðir hennar hefði aftur á móti þurft það. Þar sem hann er sonur mömmu hennar en ekki pabba hennar og þurfti þar af leiðandi að samþykkja það að fá ekki greiddan út arfinn sinn þá.
  Þannig að þetta hefur greinilega breyst með tí­manum.

 10. Takk fyrir sí­ðast Íris mí­n! Ég gleymdi enn einni „uppnefningu“ á mí­num heittelskaða, en það er auðvitað „kallinn minn“ svo kannski er það rétt hjá þér Eygló, kannski snýst þetta að einhverju leiti um aldur 😉 Jónbjörn er jú kominn á fertugsaldurinn. Haha mér finnst hann nú samt bara vera strákur ennþá.

 11. Takk sömuleiðis Rósa:)
  Já aldur segiru, það má vel vera, við erum náttúrulega komnar vel á þrí­tugsaldurinn svo við erum ekkert ungar heldur:/ Æðstistrumpur sagði einu sinni að maður væri ekki degi eldri en manni liði. Mér finnst þetta góð speki hjá honum.

Comments are closed.