Ég var að tala við konu á fimmtugsaldri um daginn. Hún tjáði mér það að hún hefði aðeins einu sinni komið til Akureyrar og það væru liðin 12-13 ár síðan. Hún hafði ekkert farið vestur á land né austur. Aftur á móti hafði hún mikið ferðast erlendis og fer jafnan oft á ári.
Ég veit líka um strák sem er 27 ára hann hefur aldrei ferðast neitt um landið og þar af leiðandi aldrei komið til Akureyrar.
Ekki misskilja mig ég er ekki að segja að Akureyri sé miðja alheimsins og þangað skuli ferðamaðurinn halda. Mér brá bara meira við að heyra að fólkið hefði ekki komið til Akureyrar heldur en til Dalvíkur;)(það er sko miðja alheimsins, hehe) Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort það sé mikið af fólki sem aldrei skoði landið sitt. Hvað haldið þið? Hvernig ætli þessu fólki finnist um virkjanir og álver? Er því ekki bara alveg sama, hefur hvort sem er aldrei séð þessa staði? Eða er það alfarið á móti virkjunum í því ljósi að kannski vilji það einhverntíman ferðast?