http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1256980
Ég er á lífi og óbrotin en aum á nokkrum stöðum. Bíllinn minn er óökufær og var dregin til Keflavíkur. Morguninn er síðan búin að fara í lögguskýrslur og sjúkrahússkoðanir. Ég var send heim með rútu og á að hvíla mig andlega og líkamlega að læknisráði. Læknirinn varaði mig við því að næstu daga yrði ég sjálfsagt alveg að drepast og á að háma í mig verkjatöflur.
Annars erum við að pirrast þessa dagana yfir BA riterð, safnafræðiverkefni,tímaleysi, flutningum í vinnunni og viðbjóðinum sem fylgir því, brúðkaupsundirbúningi, væntanlegum flutningum okkar eftir 2 mánuði, erum ekki komin með neinn stað til að búa á. Svo það er fínt að fá meira til að pirrast yfir s.s eymslum í líkamanum, bílleysi og áhyggjur af peningum því það er jú alltaf sjálfsábyrgð og við þurfum að borga dráttarbílinn.
En jú þetta hefði víst getað farið miklu verr í morgun svo ég er auðvitað þakklát fyrir það.