er búinn að útskrifast. Til hamingju með það, elsku Hrafnkell minn:) Hann fékk „ferða“ magnara í útskriftargjöf frá mér sem hann valdi sér reyndar sjálfur.
Til hamingju allir hinir sem að útskrifuðust í fyrradag og þá sérstaklega til hamingju Rósa mín:)
Hrafnkell fór norður á laugardagsmorgun og mætti í höllina þar sem verið var að fagna 5 ára útskriftarafmæli hjá honum.
í gær fór hann síðan austur og á að byrja að vinna í dag. Ég er þegar farin að sakna hans en það er ekki langt þar til ég sé hann:)
Ég er aftur á móti búin að vera að vinna alla helgina. Eftir vinnu á laugardaginn fór ég síðan í babyshower hjá úllu sem haldið var fyrir Kristínu Erlu. Rosalega gaman þar, hana grunaði ekkert og varð alveg steinhissa að sjá alla þar. Ég sat þar til hálf tíu, þurftum að spjalla mikið.
Síðan fór ég heim og skipti um föt og hélt af stað í útskriftarveislu hjá Rósu og Sigrúnu Hönnu, þar var mikið stuð og allt fullt af veitingum í föstu og fljótandi formi. Um hálf eitt ákvað ég að rölta af stað heim, þar sem ég þurfti að vakna fyrir fjögur:/ Ég verð því að viðurkenna að ég var nokkuð þreytt þegar ég kom heim í gær eftir tólf tíma vakt en hugsuninn um hátíðarkaupið sem ég var á, hélt mér vakandi;)
Núna eru tveir frídagar framundan, tveir vinnudagar og svo bara langþráð sumarfrí:) Þá keyri ég austur til Hrafnkels:) Vantar einhverjum far til Egilsstaða á föstudaginn eða laugardaginn? Já eða bara til Akureyrar? Verð ein í bílnum og væri bara fegin að fá smá félagsskap:)