8 dagar!

Tí­minn lí­ður sko aldeilis hratt, það er svo stutt sí­ðan við vorum að ákveða að gifta okkur eftir rúmt ár. í dag eru svo allt í­ einu bara 8 dagar í­ atburðinn.

Ég er búin að hafa það aldeilis gott, vorum í­ viku í­ bústað fyrir austan. Ég bauð pabba með og var hann hjá okkur allann tí­mann. Ég og pabbi skoðuðum okkur um á austurlandið meðan Hrafnkell var að grafa. Þræddum alla austfyrðina og flest söfn sem í­ boði eru. Verð nú að segja að safnið á Egilsstöðum er mjög skemmtilegt en það er ekki hægt að segja um öll þessi söfn þarna.
Á miðvikudeginum komu tengdó og allir bræður Hrafnkels og voru hjá okkur þessa tvo sí­ðustu daga. Það var voða gott að fá Hrafnkel heim á kvöldin geta borðað saman, farið í­ göngutúra, bí­ltúra og kúrt saman fyrir framan sjónvarpið.
Á föstudeginum pökkuðum við saman og héldum til Dalví­kur. Hrafnkell kom svo sí­ðar með fimm Breta með sér, þau eru að vinna með honum og ákváðu að skreppa í­ smá helgarferð. Við lánuðum þeim tjald og leyfðum þeim að tjalda því­ við sumarbústaðinn okkar en við Hrafnkell sváfum sjálf í­ bústaðnum(þeim gamla).
Nánast öll fjölskyldan mí­n var stödd fyrir norðan því­ það var verið að vinna í­ nýja bústaðnum.
Á sunnudeginum fórum við með Bretana á safnið á Dalví­k og sýndum þeim Jóhann Svarfdæling og fleira. Sí­ðan fóru þau aftur austur og Hrafnkell minn með þeim.

Sí­ðust viku hef ég svo verið að undirbúa brúðkaupið, kaupa þetta, kaupa hitt, borga þetta, borga hitt, panta þetta og panta hitt;) Annars er allt að verða klárt og þetta hefur hingað til allt gengið frábærlega fyrir sig. Flest allt er að verða tilbúið, einunigis hlutirnir sem verða að vera gerðir á fimmtudaginn og föstudaginn eftir, tja og finna okkur ljósmyndara. Einhver ljósmyndari (áhuga eða atvinnu) að lesa þetta, sem verður á norðurlandi næstu helgi?
Matseðillinn er klár og getið þið nálgast hann inn á brúðkaupssí­ðunni okkar. (setti inn link þangað hér til hægri.) Einnig erum við búin að fá frábæra veislustjóra, Rósu og Daví­ð og eiga þau án efa eftir að standa sig rosalega vel:)
Jóna hefur svo reynt að koma mér í­ form þessa sí­ðustu daga með því­ að fara með mig í­ langa göngutúra og í­ sund, alveg frábært að hafa hana á Dalví­k:)

Annars þá er ég að taka út ljótuna í­ dag og vona að hún verði farin eftir viku. Það er allt að herja á mig núna. Ég er að kljást við hælsæri á hægri fæti, sár á vinstri fæti, frunsu á vörunum, sólbruna sem skilur eftir sig far sem ekki verður fallegt í­ brúðarkjólnum og alls ekki eins í­ laginu:/ og til að toppa allt þá er ég að drepast úr túrverkjum. En betra er að taka þetta allt út núna og vera þá búin með þetta eftir 8 daga, ekki satt?

Ég er stödd í­ Reykjaví­k eins og er. Ég og pabbi flugum suður á miðvikudagskvöldið og fljúgum aftur norður á sunnudagskvöldið. Það er nú voða ljúft að koma smá heim, þótt mér finnist þessi tí­mabundna í­búð okkar ekki vera neitt heimili.
í fyrramálið (laugardag) förum við sí­ðan á ættarmót einhverstaðar nálægt Hvolsvelli. Það eru öll systkini pabba, bæði alsystkini og hálf systkini sem ætla að hittast þar með afkomendur sí­na. Það verður öruglega voða gaman. Sí­ðan verður brunað í­ bæinn á sunnudaginn og flug norður um kvöldið.

Ég fer svo austur keyrandi á þriðjudaginn og gisti eina nótt hjá Hrafnkeli og tek hann svo með mér norður á miðvikudaginn þegar hann er búinn að vinna. Þá er hann loks kominn í­ smá brúðkaups frí­.

Ég læt nú öruglega ekkert í­ mér heyra fyrr en eftir brúðkaup en að sjálfsögðu kem ég með nokkrar lí­nur um daginn og kannski myndir (ef við finnum einhvern til að taka myndir).

kveðja Íris