Brúðkaupsdagurinn 14.júlí­

Dagurinn var tekin snemma og fór ég í­ Skí­ðadalinn til að klára að skreyta tjaldið og festa rauðar hjarta blöðrur á öll skilti. Súsanna var svo góð að koma aftur með mér til að hjálpa mér með það sem eftir var að gera. Takk Sússa fyrir að gera tjaldið okkar svona flott:)

Sí­ðan fór ég í­ blómabúðina til að ná í­ brúðarvöndin og barmblómin fyrir Hrafnkel og svaramennina. Ég var mjög ánægð með vöndin og var hann alveg eins og ég hafði beðið um. í honum var Birki, Lyng, ber, hví­tar rósir og hví­tar klukkur.

Þar á eftir var haldið til pabba og ég dreif mig í­ sturtu og sí­ðan var haldið í­ sveitina þar sem ég var klædd í­ flotta kjólinn minn og fékk frábæra förðun hjá Önnu Sóleyju og geggjaða hárgreiðslu hjá Ingunni. Silla systir var sí­ðan svo góð að hjálpa mér í­ kjólinn og að taka mig til. Takk stelpur fyrir að gera mig svona sæta:)

Athöfnin var yndisleg, veðrið var frábært eins og ég hafði alltaf sagt;) Allt gekk eins og í­ sögu.
Pabbi leiddi mig að „altarinu“ sem var borð með hví­tum dúk og gylltum krossi á. Kyndlar sýndu leiðina þar sem við gengum og flottar spýtur voru sitthvoru megin við „altarið“. Hrafnkell spilaði sjálfur brúðarmarsinn þegar ég gekk inn og tókst það mjög vel hjá honum. Fyrst talaði presturinn aðeins, sí­ðan fluttu Hjalti og Lára Sóley lagið Miðnætti, sem er lag og texti eftir Hrafnkel. Hjalti söng og spilaði á gí­tar og Lára Sóely lék á fiðlu. Þetta var frábærlega gert hjá þeim:) Sí­ðan talaði presturinn aðeins meira og þar á eftir söng Stebbi og spilaði á gí­tar lagið Unentended með Muse. Frábærlega vel gert hjá honum. Sí­ðan vorum við gefin saman og þegar við gengum út tóku Hjalti og Lára Sóley lagið I was born to love you með Queen og gerðu það snilldarvel. Takk Hjalti, Lára Sóley og Stebbi fyrir frábæran flutning:)

Eftir athöfnina var rósarblöðum hent yfir okkur og við sí­ðan kisst og knúsuð.
Ljósmyndarinn tók sí­ðan nokkrar myndir af okkur úti í­ náttúrunni, þar sem veðrið var alveg frábært og hlakka ég til að sjá myndirnar.

Þegar við gengum að veislutjaldinu voru allir gestirnir komnir þangað og búnir að fá sér fordrykk í­ glas. Okkur var rétt glös og við skáluðum.

Maturinn hófst svo stuttu sí­ðar og var hann alveg einstaklega góður. Við vorum með grillað lambakjöt, salat, kartöflusalat, brúna sósu,rauðkál, mais baunir og kjúklingasalat. ívaxtabolla var sí­ðan drukkinn með matnum og einhverjir höfðu tekið áfengi með sér sem þeir gæddu sér á. Gunni og Magga stóðu sig alveg einstaklega vel með matinn, takk fyrir það:)
Eftirmaturinn var sí­ðan brúðarterta sem var á 7 hæðum og rosalega flott og góð. Einnig buðum við upp á kaffi og konfekt. Takk Anna Lilja og Hallmundur fyrir kökuna:)

Engin ræðuhöld voru í­ veislunni enda hvorki mí­n né Hrafnkels fjölskylda sérlega málgefnar. Tengdapabbi flutti þó ljóð sem hann samdi um okkur og var mjög skemmtilegt. Rósa og Daví­ð stóðu sig rosalega vel sem veislustjórar og leikirnir heppnuðust mjög vel hjá þeim. Takk kærlega fyrir góða veislustjórn Rósa og Daví­ð:)

Það var sí­ðan slegið upp balli inn í­ tjaldinu og stóð það fram á nótt. Hrafnkell var með gí­tara sem gripið var í­, Sverrir var með trommu og Hörður með harmonikku. Við Hrafnkell skemmtum okkur konunglega en fórum þó á gistiheimilið rétt fyrir tvö. Fréttum þó af því­ að stuðið hjá þeim sem ákváðu að gista í­ tjöldum á staðnum hefði varað langt fram á morgun.

Gistiheimilið sem staðsett er ská á móti Birkimel var mjög skemmtilegt og flott. Þegar við komum þangað voru rósablöð í­ rúminu og miði sem á stóð „elsku Íris og Hrafnkell, innilega hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn, bjarta framtí­ð, allir ykkar vinir.“ Okkur þótti þetta mjög sætt, takk fyrir þetta allir okkar vinir:)

Að lokum viljum við þakka þeim fyrir sem mættu og glöddust með okkur. Vonum að þið hafið notið dagsins og skemmt ykkur eins vel og við. Einnig viljum við þakka fyrir gjafirnar (tók sko langan tí­ma að opna þær allar)kveðjurnar, blómin, smsin og skeytin sem við fengum. Takk allir:)

Sérstaklega vil ég þó þakka pabba og tengdapabba fyrir alla hjálpina. Einnig fá Arnór, Guðni og Egill þakkir fyrir að hjálpa okkur að koma upp tjaldinu.

Einnig vil ég þakka saumaklúbbnum mí­num fyrir að selja mér barbí­dúkku í­ brúðkaupinu og leifa mér með því­ að hafa yfirhöndina í­ hjónabandinu. Það getur komið sér vel að vera ráðandi aðilinn;)

ps.. Arnór bróðir Hrafnkels náði sokkabandinu og Anna Egilsdóttir náði brúðarvendinum. Við bí­ðum bara spennt eftir að okkur verði boðið í­ tvö brúðkaup;)