…. var manneskja í vinnunni sem ég kýs að kalla X að kynna ákveðnar vörur. ég tek það fram að X er ekki að vinna með mér heldur kom einungis til að kynna þessa tilteknu vöru. Þannig að ég þekki X ekki mikið. Það var lítið að gera, allir orðnir þreyttir og biðu eftir að komast heim. X dregur þá fram spegil sem X notar til að lesa í augun á fólki. flestir starfsmenn fengu því svona vitneskju um sjálfan sig.
Augun eru víst spegill sálarinnar og því kannski ekki allir sem myndu vilja láta lesa sig.
Ég ákvað að láta til skara skríða og X horði í smá stund í augun á mér með þessu skrítna tæki sem líktist spegli.
X sagði að ég væri alveg rosalega góð manneskja. Væri að því leiti pínu hjúkka í mér, því ég þyrfti alltaf að passa að engum væri kalt, að enginn væri svangur og þar fram eftir götunum. X sagði að ég myndi gera allt fyrir alla, sama hvað það væri en þyrfti stundum að setjast niður og hugsa um sjálfa mig.
X sagði að það væri rosalega erfitt að kynnast mér og margir héldu að ég væri bara svona rosalega feimin. Þetta vildi X meina að væri bull, ég væri alls ekki feimin, heldur hefði engan áhuga á því að trana mér neitt fram og heldur ekki að þekkja alla í heiminum. X sagði að þeir sem þekktu mig myndu segja að ég væri rosalega góð og ljúf. En þeir sem ekki þekktu mig myndu segja, ha Íris er hún eitthvað betri en aðrir?
X sagði að fallegri sál væri erfitt að finna og þegar fólk kæmist nálægt mér. (sem hann tók aftur fram að væri erfitt) Þá myndi fólk ekki vilja sleppa mér því ég væri svo rosalega góður vinur vinna minna.
X sagði einnig að ég hefði rosalega góðan húmor og það væri sjaldnast langt í brosið og spaugið hjá mér.
X sagði að ég væri einstaklega jákvæð manneskja og myndi stundum smita jákvæðni út frá mér.
Fleira var það nú ekki sem X sagði. Ég ákvað að setja þetta inn svona til gamans. Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um þetta, á X að snúa sér að öðru, var hann svo langt frá sannleikanum eða ætti X að gera meira af þessu? Ég segi ekki hvort ég sé sammála þessu öllu eða ekki en það væri gaman að heyra frá ykkur.
kveðja Íris