Síðustu helgi fór ég á tvö þorrablót. Á föstudagskvöldinu var þorrablót hjá Þjóðbrók og við Hrafnkell ákváðum að láta sjá okkur þar. Hrafnkell spilaði undir fjöldasöng og við skemmtum okkur mjög vel. Vorum meira að segja með þeim síðustu til að yfirgefa staðin og það gerist nú ekki oft. (kannski verð ég að taka til baka þetta með aldurinn hér í fyrri færslu)
Síðustu tvö ár höfum við unnið í happdrættinu sömu bókina á þjóðbrókar þorrablótinu, hún var ekki í vinning í ár og því unnum við ekkert.
Á laugardeginum fórum við í 1. árs afmæli til Andreu frænku minnar og um kvöldið var fjölskylduþorrablót heima hjá Kristni bróðir.
Auðvitað var Rúberta spiluð eins og fjölskyldan er þekkt fyrir.
Var líka boðin í tvö önnur afmæli þessa helgi en lét mér tvo þorrablót og eitt afmæli nægja. En óska öllum afmælisbörnum til hamingju með áfangan.
í gærkveldi var árshátíð hjá vinnunni minni. Þangað mættu 200 manns og var allt rosalega vel heppnað. Við fengum fordrykki þegar komið var inn og gat fólk valið á milli tveggja áfengra kokteila, bjórs eða óáfengsdrykks. í forrétt fengum við Koníaksflamberaða Humarsúpu með rjóma og brauð með. í aðalrétt fengum við nautalundir með bakaðri kartöflu og meðlæti. og í eftirrétt var heit súkkulaðikaka með rjóma. Þjónar helltu hvítvíni og rauðvíni á fullu í glösin og auðvitað gosi fyrir þá sem vildu það meðan á máltíð stóð. Skemmtiatriðin voru rosalega flott og var mikið stuð á fólkinu:) Happdrætisviningar voru ekki af verri endanum en fólk fór heim með ipod nano, gsm síma, digital myndavélar, rauðvínsflöskur, koníaksflöskur, wiskey og margt fleira. Við unnum auðvitað ekkert frekar en fyrri daginn. Upp úr 12 fórum við Hrafnkell í partí í Njarðvík hjá Sólrúnu sem vinnur með mér og vorum við þar þangað til við fórum heim. Alveg rosalega skemmtilegt kvöld:)
í morgun þurfti síðan fólk að mæta í vinnu og voru menn misjafnlega hressir og sumir kannski andstæðan við hressir;) Ég var allvegana mjög fegin í morgun þegar ég keyrði reykjanesbrautina að ég hafi ekki drukkið meira rauðvín.
Okkur Hrafnkeli var bent á ýmsa kosti þess að búa í Reykjanesbæ og við eindregið hvött til að flytja þangað.
Við fengum líka að heyra frá einni sem vinur með mér að það væri rosalegur hjónasvipur með okkur;) hahaha þetta er í annað sinn sem þetta er sagt við mig og finnst mér þetta enþá jafn fyndið.:)