í dag er ég alveg ógeðslega pirruð. Það var einhver að blogga um að hálka væri ekki orsakavaldurinn að slysinu í gær. Hvað í andskotanum þykist fólk vita um hagi annara.
1. Ég er vön að keyra þessa leið og þekki leiðina eins og handarbakið á mér. Þar sem vinna mín er í Keflavík en ég bý í Reykjavík.
2. Ég sofnaði EKKI undir stýri
3. Ég var EKKI undir áhrifum áfengis.
4. Ég var EKKI undir áhrifum vímuefna né lyfja.
5. Ég var EKKI að tala í síma.
6. Ég var EKKI að keyra yfir löglegum hámarkshraða.
7. Ég var EKKI í sjálfsmorðshugleiðingum.
8. Ég var EKKI þunglynd.
9. Ég var á negldum vetrardekkjum.
10. Ég var EKKI upptekin við neitt annað en aksturinn, var ekki að skipta um disk, var ekki einu sinni að hlusta á tónlist.
11. Ég var EKKI að borða.
12. Ég er EKKI ný komin með bílpróf og kann að meta aðstæður, er búin að keyra í allskonar veðri og færð í næstum 8 ár og hef aldrei lent í nokkru tjóni. Hef ekki einu sinni keyrt á gangstéttarbrún hvað þá meira.
13. Er búin að eiga þennan bíl í 2 og hálft ár og þekki hann mjög vel.
Þetta varð BARA vegna hálkunar engin önnur ástæða fyrir þessu slysi.
Það er ekki eins og mér þyki gaman að díla við tryggingafélagið sem er ekki að gera sig núna!
Mér finnst gaman í vinnunni minni og sit nú uppi bíllaus og kemst ekki til vinnu, finnst það ekki gaman!
Ég er að drepast í bakinu og borða verkjatöflur, finnst það ekki gaman!
Svo var annar bíll sem hringsnérist og fór næstum útaf nokkrum mínútum seinna þarna rétt hjá okkar. Við vorum heppin að hann fór ekki á okkur og hann náði að halda bílnum inn á þar sem hann lenti ekki á vegriði eins og við.
Vegagerðin stoppaði hjá okkur nokkrum mínútum síðar og þá sagðist hún hafa verið að kalla út saltbíl því hálkan hefði verið að koma. Sannleikurinn var samt sá að það var búið að vera hálka alla leiðina og við vorum að keyra mjög rólega en ef það hefði verið kallaður út saltbíll fyrr hefði þetta kannski ekki gerst.