Erum á lí­fi!

Ætli sé ekki best að blogga smá, orðið voða langt sí­ðan eitthvað var skrifað á þessa sí­ðu og margt búið að drí­fa á daga okkar.

Við erum flutt í­ tí­mabundið húsnæði í­ 101, við verðum hér aðeins í­ fjóra mánuði og því­ er allt í­ kössum nema það allra mikilvægasta. Það má því­ segja að við búum í­ geymsluhúsnæði;) íbúðin er voðalega lí­til og alls ekki heimilisleg en við látum okkur hafa það í­ svo stuttann tí­ma. Við vitum þó ekki hvert við flytjum í­ september en það verður að koma í­ ljós, draumurinn er nú samt að kaupa sér í­búð í­ haust en við sjáum til hversu miklu verður eytt í­ brúðkaupið;)

Kosningarnar eru búnar og auðvitað kusum við rétt, það þarf ekki að spurja að því­;) Þetta var í­ fyrsta sinn sem við höfum kosið á sama staðnum (alltaf verið með lögheimili á sitthvorum staðnum). Einnig í­ fyrsta sinn sem við kusum í­ Reykjaví­k.

Við skruppum norður um hví­tasunnuhelgina og það var bara frábært að hitta ættingja og vini.

Hrafnkell fór norður helgina 1-3 júní­ og spilaði með hljómsveitinni sinni í­ afmæli.

Hrafnkell var í­ sumarfrí­i dagana 2-11 júní­ og naut þess í­ botn, enda eina sumarfrí­ið sem hann fær í­ sumar utan við smá tí­ma í­ kringum brúðkaupið.

Ég varð 25 ára 4.júní­. Hrafnkell dekraði við mig og meira að segja sleppti tóbaki í­ heilann dag bara fyrir mig;) Hann bauð mér út að borða í­ hédeginu og gaf mér voða flott DKNY gullúr , sundbol (sem ég á eftir að velja mér) og allar þrjár Back to the future myndirnar ásamt disk með aukaefni og atriðum sem klippt voru út. Mig var búið að langa í­ myndirnar lengi og var Mjög ánægð með þetta. Silla systir bauð mér svo að koma í­ köku til sí­n og þá fékk ég afmælisgjöf frá pabba og Sillu, fékk mjög flottan útivistarjakka.
Takk allir fyrir kveðjurnar á afmælisdaginn:)

Sunnudaginn 10. júní­ var ég svo gæsuð með pompi og prakt. Það var saumaklúbburinn minn sem stóð fyrir þessari gæsun sem var alveg einstaklega skemmtileg. Ég fékk bréf kvöldinu áður um að vera tilbúin kl 13:30 daginn eftir því­ þá yrði ég numin á brott. Mér var bent á að biðja minn heittelskaða að taka upp formúluna því­ ég fengi ekki að horfa á hana. Sí­ðan var listi yfir það sem ég átti að taka með mér.
Daginn eftir komu Ingunn, Dröfn og Björg að ná í­ mig og keyrt var með mig upp á Subway írtúnshöfða, þar biðu Rósa, ísta og Eygló eftir okkur. Ingunn snaraði sér sí­ðan bakvið afgreiðsluborðið og bjó til nokkra báta. Ég var sí­ðan klædd í­ fjólubláan subway bol og svart der sett á hausinn á mér. Ég fékk sí­ðan það verkefni að gera einn 6″ bát. Held það hafi gengið ágætlega nema Ingunni fannst þessi innpökkun eitthvað pí­nu skrí­tin;) Sí­ðan settu stelpurnar bátana í­ voða flotta körfu og haldið var í­ bí­lana. Á leiðinni var mér rétt blóm og ég átti að athuga hvort Hrafnkell elskaði mig eða ekki og auðvitað koma að hann elskaði mig, svo vara blóminn sem Björg var með þurftu ekki að lenda í­ höndunum á mér;) Einnig var stoppað á leiðinni til að gera æfingar og ég látin bera bleikan og hví­tan hring um hausinn. (svona eiginlega kóróna) Sí­ðan var farið á Þingvelli þar sem stelpurnar voru búnar að undirbúa pikk nikk og voru sko með allar græjur, dúka, teppi, marga lí­tra af drykkjum, snakk, ný bökuð skinkuhorn frá Dröfn og svo subwaybátana góðu. Eftir matinn var farið í­ smá boltaleiki með fí­na spiderman boltann sem var með í­ för.
Sí­ðan var haldið í­ einhvern skála þar sem tekið var pissustopp. Ég fékk þar nokkra tí­kalla sem ég notaði til að hringja í­ Hrafnkel og athuga hvort hann væri að taka upp formúluna.
Sí­ðan var haldið í­ Hveragerði og farið í­ sund þar. Ég var þar látin vera með mjög bleika ömmu sundhettu sem vakti mikla athygli;) Bara snild. Sí­ðan fórum við á álfa, trölla og norðuljósasýninguna á Stokkseyri. Það var algjör snildarferð og vakti lí­tið tröll sérstaklega mikla kátí­nu, tja eða allavega hjá öllum nema Ingunni;) Sí­ðan var haldið á veitingahúsið Við fjöruborðið. Þar fengum við geggjaða humarsúpu og frábæra köku í­ eftirrétt. Á veitingastaðnum gáfu stelpurnar mér svo pakka í­ þeim var bókin í­ eina sæng, orð um vináttu í­ ramma,rauðví­nsflaska, nammi, ljóð eftir afa skrautskrifað af ístu og innrammað, þrí­ví­ddarmynd á geisladisk eftir ístu sem merkt er okkur Hrafnkeli og dagsetningu, sí­ðan samdi ísta ljóð handa mér. Ég var svo látin klára að draga miða sem ég dró alla ferðina með spakmælum og hjátrú um hjónabandið. Þetta var algjör snildarferð og takk stelpur aftur fyrir frábæran dag og fyrir allt:)

Næsta laugardag eða þann 16. júní­ er Hrafnkell að útskrifast úr Hí, hann ætlar þó ekki að vera viðstaddur heldur verður hann á 5 ára útskriftarafmæli frá MA þennan dag. Ég er ekki að útskrifast, ákvað að láta annað lokaverkefnið nægja með allri vinnunni og á því­ núna bara eftir að klára BA ritgerðina sjálfa. 5 eininga safnafræði rannsóknin er búin:)

Hrafnkell hefur svo störf á Skriðuklaustri 18. júní­. Ég aftur á móti verð að vinna fram á föstudag 22 júní­ en þá fer ég í­ sumarfrí­. Ætla sennilega að kí­kja í­ bústað það kvöld með nokkrum stelpum úr vinnunni og halda svo austur á laugardeginum. Við Hrafnkell verðum þá með bústað á Eiðum eins og ég greindi frá áður. Vonandi verður sól og blí­ða alla þá vikuna.

Helgina þar á eftir er planið að vinna í­ okkar sumarbústað, þessum sem við erum að byggja:) Sí­ðan hefst lokaundirbúningur fyrir brúðkaupið.

Það er allt að verða tilbúið fyrir brúðkaupið, samt alveg hellingur sem á eftir að græja. Boðskortin ættu að vera búin að berast til allra og það er voða gaman að heyra hvað mörgum finnst boðskortin okkar flott og öðruví­si.

Svo eru tvö ættarmót í­ sumar. Eitt hjá föðurfjölskyldunni minni á suðurlandi helgina fyrir brúðkaupið og hjá föðurfjölskyldu Hrafnkels helgina eftir brúðkaupið, einnig á suðurlandi. Við erum ekki búin að ákveða hvort við förum á ættarmótið hjá Hrafnkeli þar sem það er bekkjarhittingur úr grunnskóla sama dag og Hrafnkell á eitthvað erfitt með að ákveða hvort hann vill fara á.