Af skilvirkum og sniðgengnum afritunarvörnum

Ég er enn og aftur að kafa ofan í lagatexta um afritunarvarnir. Í þetta skiptið er ég að skoða greinargerð með frumvarpi til laga sem bannaði sniðgöngu afritunarvarna. Þar svarað að einhverju leyti spurningu minni um hvað telst skilvirk afritunarvörn:

Það skilyrði er sett að ráðstafanirnar teljist vera „skilvirkar“ þannig að tæknilegar ráðstafanir, sem naumast eru nema til málamynda og auðvelt er að sniðganga, njóta ekki verndar. Í tilskipuninni er kveðið svo á að tæknilegar ráðstafanir teljist vera „skilvirkar“ ef rétthafa tekst að ná verndarmarkmiðinu með því að stýra notkun verndaðs verks eða annars efnis með aðgangsstjórn, verndaraðgerð, svo sem dulritun, brenglun eða annarri breytingu á verkinu eða öðru efni, eða með afritunarstjórn (3. mgr. 6. gr.). Getur það sjálfsagt orðið matsatriði í einstökum tilvikum hvort tæknileg ráðstöfun telst vera skilvirk eða ekki.

Nú nota DVD framleiðendur afritunarvörn á diska sína sem var “krökkuð” á síðustu öld. Er sú nokkuð vernduð með þessum lögum? Það er hægt að spyrja þess sama um það þegar bókaútgefendur setja afritunarvarnir á rafbækur sínar þegar Wikipedia hefur þegar upplýst að hægt sé að fara framhjá henni. Eru þessar varnir þá ekki bara til málamynda?