Daily Archives: 19. janúar 2006

Verkefnafjöld og óréttlæti Slökkt á athugasemdum við Verkefnafjöld og óréttlæti

Ég sé það æ betur hvað ég þarf að leggja mig þeim mun meira fram á öllum sviðum til að ná tilteknum árangri. Viðjar vanans geta oft reynst mönnum fjötur um fót og viljanum yfirsterkari (sé hann á annað borð til, um það skal ég ekki fullyrða). Það er kannski rétt að tilraunir séu dæmdar […]

Einkannir og nesjamennska 2

Ég hef fullkomið óþol fyrir orðskrípinu „einkannir“. Hinsvegar er ég að hugsa um að taka upp merki Kára Páls Óskarssonar í ræðu og riti og tala um „nesjamennsku“. Ég get leyft mér það vegna þess að orðið er fullkomlega sneytt allri landfræðilegri skírskotun, enda þótt það sé aðeins eitt nes á Íslandi sem orðið gæti […]

Þingmennska Slökkt á athugasemdum við Þingmennska

Það hlýtur að vera þægilegt að vera alþingismaður og þurfa aldrei að svara gagnrýni, vegna þess að öll gagnrýni er alltaf ótímabær, óskiljanleg og á lítið erindi inn í umræðuna. Ætli þetta sé það fyrsta sem menn læra þegar þeir setjast á þing, að segja aldrei neitt sem mögulega gæti haft merkingu.

Byltingin 2

„Byltingin er ekkert teboð.“ Arngrímur Vídalín leggur finnskum sósíalista línurnar á aðaltorgi Jyväskylä.

Þröngsýni 2

Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu þröngsýni, þ.e.a.s. hvenær er gott að nota það, og komist að því að merking þess er of víð. Manneskja getur verið þröngsýn vegna fordóma sinna en æ oftar finnst mér ég heyra talað um að tiltekinn skóli innan ýmissa fræðigreina hafi of þröng sjónarmið, að fræðimenn vissra […]

Svefnleysi Slökkt á athugasemdum við Svefnleysi

Ég svaf ekkert í nótt, ákvað að fara að sofa klukkan átta frekar en mæta í skólann. Ég var þó enn glaðvakandi um það leyti og þurfti talsvert að leggja á mig svo ég gæti sofnað. Kannski hefði verið auðveldara fyrir mig að einfaldlega mæta. Stundum sér maður ekki eftir því að þiggja meðmæli og […]