Loðnu Spielbergbörnin

Þegar ég fór á Jurassic World í bíó um daginn hafði ég séð fyrir mér að það yrði að minnsta kosti einn töluvert loðinn drengur í myndinni. Af hverju? Vegna þess að Steven Spielberg treður svoleiðis persónu inn í allar myndir sem hann kemur nálægt.

Í Close Encounters of the Third Kind er þessi hér:

Í Poltergeist kemur þessi fyrir:

Elliott í E.T. er ansi hærður líka:

Tim Murphy i Jurassic Park er sennilega minnst hærður af þeim öllum en töluvert þó:
tim_murphy

Þessi er aðalpersónan í Super 8:

Og að lokum er drengurinn hægra megin hér sá sem ég átti von á í Jurassic World:
Screen Shot 2015-07-21 at 15.25.24

Að lokum má spyrja sig: Hvað er málið með þessa loðnu Spielbergdrengi?

No Trackbacks

2 Comments

  1. Giska að hann sé tákn fyrir loðna leikstjórann.

    Posted 21. júlí 2015 at 16:08 | Permalink
  2. Já, það er það sem ég hef alltaf ímyndað mér.

    Posted 21. júlí 2015 at 16:15 | Permalink