Ice in a Dagger

Það er ekki fallegt að þurfa að viðurkenna á aðfangadag að maður sé fíkill. En svona er lífið! Ég held að ég verði að játa að undanfarinn mánuð hef ég haft óstjórnlega og endalausa löngun til að borða klaka… stanslaust. Það er væntanlega ekki hægt að vera háður neinu saklausara en frostnu vatni.. eða hvað? Fólkið í kringum mig er orðið vant látunum sem fylgja því að bryðja nokkra tugi af klökum á dag og í öllum ísskápum sem ég kem nálægt er passað upp á að hafa nóg af klökum í frystihólfinu. Svo þið vitið hvað er best að eiga þegar ég kem í heimsókn…. ekkert nema vatnsklaka. Mér líður bókstaflega illa ef ég fæ ekki nokkra skammta á dag. Á búðarferð í Reykjavík þurfti ég að koma sérstaklega við í tómu Skerjagarðsíbúðinni minni – því þar átti ég klakapoka í frysti. Þetta er væntanlega það næsta sem ég hef komist því að upplifa fíkn, kókþörfin sem ég hélt að væri minn helsti galli fellur algjörlega í skuggann af þessu… mér væri sama þó ég fengi ekki kók í maaarga daga svo lengi sem ég hef klakana mína.

Þar sem klakabryðj er mín helsta iðja þessa dagana er ég búin að stúdera af miklum krafti hvernig þeir eru bestir. Það er sko ekki sama hvernig klakar eru ef einhver hélt það. Bestir í heimi eru klakarnir úr boxinu sem fylgdi mínu eigin frystihólfi. Stórir og með mjög hörð horn. Á öðru sæti er klakavélin í ísskápnum hennar Öddu… mulningurinn. Á þriðja sæti koma svo klakarnir í einhverju gúmmíformi sem mamma á hérna í sínu frystihólfi, kringlóttir að ofan en flatir að neðan. IKEA form með klakastöngum og hjörtum eru í fjórða sæti og svo koma gamaldags klakapokar sem virka alltaf ágætlega. Lélegir en ásættanlegir klakar eru þeir sem er hent í glös á veitingastöðum og eru bara hálfgert frat… og allir klakar sem eru ekki ofurferskir beint úr frysti. Ég er samt ekkert með klaka á heilanum.. nei nei….

Ef umbi er strákur, hvernig finnst ykkur þá nafnið Klaki? Mér finnst það eins og er mun fallegra en t.d. Jökull eða Snær eða Fannar…. Klaki… hljómfagurt, gott og gilt íslenskt nafn. Um að gera að spjalla við mannanafnanefnd bara 🙂

Þetta virðist samt vera farið að hafa áhrif á heilastarfsemi mína því ég er að kljást við brainfreeze á háu stigi þessa dagana. Ekki skrýtið kannski miðað við það sem áður hefur komið fram…. Ég gleymi allskonar hlutum sem ég er ekki vön að gleyma…. Núna undanfarinn sólarhring er mér til dæmis búið að takast eftirfarandi:

  • Að gleyma hluta af jólagjöf á Skaganum sem ég var að fara með í bæinn – ég pakkaði gjöfum margra inn í tvo pakka og það býður upp á að þeir verði viðskila við hvorn annan. Þetta er reyndar ómerkilegri hlutinn að mínu mati svo ég sé til hvort ég komi þessu til skila síðar 😉
  • Að gleyma í smástund HVAÁ einn hluti af Öddujólagjöf var. Gjöf sem ég keypti auðvitað sjálf og pakkaði inn.
  • Að skrifa á tvö jólakort til Lísu… fá pínu deja vu tilfinningu en nahh.. halda samt áfram bara
  • Að týna gleraugunum mínum sjöhundruðþrjátíu og fjórum sinnum.

… og svo framvegis.

En það var annars eitthvað sem ég ætlaði að segja……… jább…

Gleðileg jól! Ég vona að allir hafi það sem best, njóti matar og þess að vera með fjölskyldu og vinum…. og fyrirgefi mér ef ég hef gleymt einhverju stórkostlegu 😉

30 vikur

Já allt í einu er allt talið í vikum. Á gær var ég komin 30 vikur á leið sem var einu sinni rosalegt takmark en ég hef svo mikið að gera að ég gleymdi því næstum því. Ég er eins og jójó milli Reykjavíkur og Akraness… pakka, þrífa, læra, plana….. er að minnsta kosti súperánægð núna að hafa verið búin að kaupa allar jólagjafir áður en desember kom.

Er alltaf á leiðinni að hrúga inn myndum af íbúðinni inn á myndasíðuna en læt duga að setja inn eina mynd núna og valdi auðvitað baðkarið því mig langar svo að liggja í freyðibaði ákkurat núna 😉

brekk1.jpg

Svo er enginn tími fyrir einhverjar bumbumyndir en hér sést glitta í umba… í miðjum þrifum á nýju íbúðinni…

brekk2.jpg

Meira seinna…