Ég ber aldurinn vel…

… vona ég. Afmælishelgin mín var tvímælalaust skemmtilegasta helgi ársins so far 😉 Og jafnvel þó við teljum síðasta ár með líka. Veislumatur heima á Skaganum á föstudag, skemmtilegt party á laugardag og góður matur á sunnudag (engin þynnka, góð afmælisgjöf ;)). Mætingin í partyið var ótrúlega góð, gaman að geta loksins hrúgað öllu skemmtilegasta […]

Að fylgjast vel með umhverfi sínu…

… er mjög mikilvægt. Þetta hef ég alltaf vitað. Ég verð auðvitað að halda áfram með skönnunarþemað á þessari síðu og ákvað að gera myndina hérna að neðan opinbera. Þetta er greinilega það augnablik sem ég hef minnst náð að fela að ég sé að horfa á einhvern – og það náðist á filmu. Aumingja […]

Tívolí!

Ferðir í tívolíið í Hveragerði voru það beeeesta sem ég vissi þegar ég var lítil. Við vorum að skoða slides myndir áðan og þar voru myndir frá því þegar ég fór í síðasta skiptið þangað, tívolíferð með Guðrúnu. Mig minnir að við höfum farið níu sinnum í klessubílana í þessari ferð en hrærivélin var skemmtilegust.. […]

Sólarhringsviðsnúningur

Ég kenni prófunum í desember algjörlega um að hafa snúið sólarhringnum mínum svona illilega við. Nú nenni ég ekki lengur að vaka ein hálfa nóttina og sofa svo til hádegis. Vekjaraklukkan var þess vegna látin öskra á mig eldsnemma og einhvern veginn tókst mér að vakna. Til að halda mér vakandi er ég búin að […]