Annasöm helgi

Á leiðinni austur á föstudaginn, rétt fyrir gatnamót Þrengsla og Hellisheiðar, sá ég bílhræ merkt: Tíu látnir á árinu. Laust fyrir ellefu í gærkvöldi, á heimleiðinni, stóð á sömu bílhræum: Tólf látnir á árinu. Í dag lést svo enn einn. Þetta hefur verið annasöm helgi hjá sláttumanni dauðans. Þrír er góð helgi.

Mig minnir, að þegar við krakkarnir úr skólanum fórum í sumarbústað í Fljótsdal yfir eina nótt, að þrír hafi dáið milli þess að við tókum Hellisheiðina og þar til við komum ofan af henni aftur. Post hoc, ergo propter hoc-hugsanagangur gæti komið fólki á þá skoðun að ég ætti helst að forðast það að ferðast.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *