Mó eða pómó?

Ég rakst á gamla gagnrýni Hermanns Stefánssonar um Áhyggjudúkkur á Kistunni. Hann var í það minnsta hrifinn af henni. Hver veit, kannski er ég ekki nógu mikill módernisti/póstmódernisti eða whatever til að fatta svona bókmenntir. Eða, það sem meira er, kannski er ég ekki nógu mikill póstmódernisti til að fatta að maður á ekki að fatta svona bókmenntir? Eða flæki ég kannski málin fullmikið með því að vilja vita hvað ég er að lesa? Kannski á maður ekkert að vita það, heldur gleypa bara við því eins og hverju öðru dópi og sjá eftirköstin. Ef síðasti kosturinn er sá rétti (væri ég póstmódernisti, þá væri enginn kostur réttur, er það?) þá veit ég í það minnsta hvern ég get kært ef ég geng óviðbúið upp að einhverjum og reyni að rúnka honum, vegna einhverra dulrænna áhrifa sem bókin blés mér í brjóst.

Nei, hvern djöfulinn hef ég nú bloggað um!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *