Í dag lauk draumi sem ég hefði viljað að rættist. En þrátt fyrir að öll mín von, allar mínar hugsanir og væntingar síðastliðinna mánaða hafi verið bundnar þessu eina, er mikill léttir að vita þó altént hvernig málin standa. Ég kenni engrar vanlíðan yfir þessu ennþá, það er best að hugsa sem minnst um hvernig […]
Categories: Hugleiðingar
- Published:
- 31. janúar, 2006 – 15:27
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Tarja Halonen vann finnsku forsetakosningarnar. Mér skilst hún hafi verið besti kosturinn. Í það minnsta betri en eini vinur Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum, Matti Vanhanen. Ég hef átt nokkuð erfitt með mig síðustu daga, næ ekki að hugsa eina einustu hugsun nema komast að niðurstöðu sem ég svo hafna skömmu síðar. Finnst eins og ekkert sem […]
Categories: Fjölmiðlar,Hugleiðingar,Pólitík,Trú
- Published:
- 30. janúar, 2006 – 18:41
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Fór á Listasafn Íslands á miðvikudaginn og þaðan rakleiðis á Listasafn Reykjavíkur. Á hinu síðarnefnda sá ég þessa sýningu. Mjög spes, en frekar ógeðfelld. Alls ekki allra að sjá. Er sjálfur ekki viss hvað mér á að finnast um hana. Á hinu fyrrnefnda sá ég aftur á móti þetta. Sérstaklega þótti mér eitt verkið heillandi, […]
Categories: Menning og listir
- Published:
- 28. janúar, 2006 – 23:36
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Yðar einlægum brá talsvert í brún, verður að segjast, þegar Davíð Stefánsson hringdi í mig og bað mig að lesa upp ljóð á einhverju herstöðvaandstæðingadjammi, raunar án nokkurs fyrirvara. Vitaskuld þáði ég með þökkum. Við vorum þrjú sem lásum, Henrik Garcia, Hildur Lilliendahl og ég. Ég missti af Henrik en náði um hálfri Hildi. Ljóðin […]
Categories: Eigin verk
- Published:
- 27. janúar, 2006 – 22:38
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Sturlaði námsmaðurinn vakir alla nóttina við að hugsa um eitthvað allt annað en námið. Mætir svo í skólann ósofinn, ekki til að læra neitt, ekki til að hitta neinn, heldur af óskiljanlegri skyldurækni. Hvað hefur hann svo sem þarfara að gera? Sturlaða námsmanninum er það eitt til trafala, að þegar hann kemur heim og líkami […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 27. janúar, 2006 – 13:24
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
As an unperfect actor on the stage Who with his fear is put besides his part, Or some fierce thing replete with too much rage Whose strength’s abundance weakens his own heart, So I, for fear of trust, forget to say The perfect ceremony of love’s rite, And in mine own love’s strength seem to […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Hugleiðingar
- Published:
- 25. janúar, 2006 – 23:24
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Æ, hvað þetta er hryllileg saga.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 25. janúar, 2006 – 22:33
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Næsta þriðjudagskvöld, strax eftir Gettu betur, verður haldin bókmenntahátíð í Skálholti. Þar munu nokkur valinkunn skáld lesa úr verkum sínum hlustendum til yndis og unaðsauka og efla um leið menningarvitund vora. Hefst hátíðin kl 20:30. Þau sem fram koma eru: Andri Snær Magnason Kristín Þóra Pétursdóttir Aldís Guðbrandsdóttir Gerður Kristný Guðjónsdóttir Arngrímur Vídalín Stefánsson Kári […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Eigin verk
- Published:
- 24. janúar, 2006 – 22:50
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég lagði mig og tæpum tveimur tímum seinna vaknaði ég fullkomlega ósofinn, kaldhæðnislega sem það hljómar. Það er aðeins eitt verra og það er að vakna við hliðina á Gunnari Birgissyni. Raunar, þegar ég hugsa út í það, þá er margt verra en að vakna ósofinn.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 24. janúar, 2006 – 18:10
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég skrifaði tvær persónulegar færslur í röð, henti báðum. Stundum er betra að þegja en bera vandamál sín á torg. Mönnum er hvort eð er engin náðarbjörg í að úthella blóði sínu á internetinu. Nema þeir vilji fá svona komment: Luv ur sight, pres_link fur penis enlargment.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 24. janúar, 2006 – 15:56
- Author:
- By Arngrímur Vídalín