Monthly Archives: september 2006

Föstudagur, laugardagur 0

Það hefur verið alveg afskaplega fallegur dagur í dag þótt hann hafi í mínu tilfelli mest farið í að jafna mig eftir dúndurskemmtilegt gærkvöld. Hitti bróður minn á kráaröltinu, en honum hlotnaðist á dögunum sálfræðingsstaða á Hellu. Rökræddi við kantískan heimspekinema sem komist hafði að þeirri niðurstöðu að siðferðislega réttar aðgerðir væru þær sem framkvæmdar […]

Myrkvun Höfuðborgarsvæðisins 0

Vegna skipulagsklúðurs við að verða mér úti um bifreið komst ég ekki lengra en upp í Öskjuhlíð til að njóta myrkursins. Vafalaust hefði ég heldur átt að taka einn göngutúr um Vesturbæinn, þannig hefði ég notið þess betur. Líður þá og bíður uns rafmagnslaust verður í Vesturbænum. Þá er ég þotinn út með hatt minn […]

Stjörnuvals 2

Já, og ekki láta ykkur bregða klukkan tíu í kvöld þegar öll ljós verða slökkt í Reykjavík. Loksins verður sá draumur að veruleika og ég þakka framtakið. Ég ætla að finna mér einhvern góðan grasi gróinn stað til að leggjast á bakið, finna til smæðar minnar og velta vöngum. En fyrst og fremst njóta þess […]

Hversdagslíf í nokkrum Heimum 0

Tilgangur lífsins er tvíþættur þeim sem vinnur í Sólheimum: Að borða rúnstykki með kaffi úr Álfheimabakaríi, og vera sætur við afgreiðslustelpurnar. Þá verður rúnstykkið líka betra. Uppgötvaði á leiðinni milli Heimanna tveggja að Christopher Lee býr í Goðheimum. Ef til vill hefur hann frétt af því hversu barnavænt hverfið er.

Bloggað úr vinnunni 0

Sem ég buðlast við að falla ekki í öngvit í gegndarlausri baráttu við hita og ógleði mæti ég í skóla og vinnu og þykist vera hress. Svitna viðstöðulaust í lófum og í andliti. Það veit ekki á gott. Stend greinilega styrkum fótum í inngangskúrsinum að málfræði hjá henni Siggu Sig. Hef verið að fá góðar […]

Veikari 0

Eitthvað virðist mér hafa slegið niður í dag. Mætti í skólann í dag og var svo brattur á eftir að ég leit aðeins inn á Uppsali, settist niður með kaffibolla og lagaði sitthvað í handritinu mínu. En nú ligg ég armur og aumur uppi í sófa með tebolla og parasetamól mér við hönd. Nú gildir […]

Innihald fjarlægt 0

Það er ekki á hverjum degi að ég fái ábendingar um innihald þessarar síðu, en þegar svo ber við eru það jafnan sanngjarnar kröfur. Til dæmis þegar ónefndur stjórnmálafræðingur bar af sér rangar sakargiftir á eldri útgáfu Bloggsins um veginn. Vitanlega var það leiðrétt, enda ómaklega að honum vegið og mér lítt til sóma að […]

Bloggað úr Árnagarði 0

Heyrst hefur í útvarpi: „Við fundum okkur stúdíó þar sem margur meistarinn hefur hljóðritað í áranna rás.“ Grunur leikur á að umrætt stúdíó sé stjörnuathugunarloftið í Árnagarði.

Vandamál dagsins 3

Sá mikli áhugi sem ég eitt sinn hafði á hljóðfræði er alveg fokinn út um gluggann. Liggur við að ég öfundi bókmenntafræðinema að fá að rúnka sér yfir bókmenntum daginn inn og daginn út í stað þess að lesa þessa epík: „Greinimörkin sem notuð eru [til að greina á milli samhljóða s.s. [i] og [j], […]

Eining á Austurvelli 5

Í kvöld var farin söguleg ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll. Andinn sem sveif yfir vötnum á fjöldasamkomunni við Austurvöll er það sem koma skal. Baráttan fyrir náttúrunni er langt frá því að vera lokið. Raunar verður henni aldrei lokið. Ekki nema þeir drekki þjóðinni með. Og það segi ég afkomendum mínum stoltur að þarna […]