Monthly Archives: október 2007

Bókmenntaþátturinn Garðskálinn 6

Garðskálinn er kominn til að vera, við Jón Örn höfum samstillt huga okkar að því marki að fegra grunngildi íslensks bókmenntasamfélags, að hífa upp fagurfræðina, að bjarga samfélaginu gegnum listfengi! En umfram allt, að vera bóhem. Þátturinn hefur nú gengið í langt á eina viku við töluverðar vinsældir allra áhorfenda, og því kynnum við með […]

Nýr bókmenntaþáttur 10

Arngrímur og Jón Örn ræða framúrstefnu í nýjum næstum því vikulegum bókmenntaþætti í miðju iðandi menningar á Hressingarskálanum. Hafið puttann á púlsinum og fylgist með!

Fyrsta skafa vetrar 9

Titill þessarar færslu er til heiðurs Sigurði Pálssyni sem var svo huggulegur að deila með mér bensínstöð nú í morgun. Hann stakk líka upp á þessum titli þegar hann sá að ég var orðinn stoltur eigandi minnar fyrstu sköfu. Á annarri bensínstöð hafði ég séð þá furðu gerast að biðröðin útaf planinu beit í halann […]

Í morgun 0

Birtist grein eftir mig á Egginni sem ég var orðinn langþreyttur á að bíða eftir að birtist á Kistunni. Ég skrifaði hana 12. október, þ.e. daginn sem stjórnarskipti urðu í borginni. Finnst mikilvægt að það komi fram. Hugsið ykkur frið eftir að ég er fallinn frá úr kvefi og hálsbólgu.

Hugsið ykkur frið 0

I. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, vígði á dögunum Friðarsúlu Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Viðey. Í yfirlýsingu Yoko við það tilefni kom fram að vonir hennar stæðu til að ljóskeilan mætti vera börnum huggun harmi gegn í vondum heimi, að hún gæfi þeim von þegar enga von væri að finna. Friður, kærleiki, […]

Ekki um sel 9

Það er merkilegt orðið á manni ástandið þegar maður getur búist við því að vera löðrandi í eigin blóði á einu augnabliki, tölva, skyrta og trefill. Blessunarlega fór lítið í rúmið. Eftir fremur máttlausa tilraun til að þrífa mig og spýta í vaskinn líður mér skyndilega ekki svo vel.

Ef velkistu í vafa 6

Fór utan veikur, kom aftur frískur. Vaknaði veikur aftur, veikari en fyrr, sýnist stærri og stærri bitar úr nefinu fylgja með í hvert bréfsnifsi. Það er eitthvað við loftslagið hérna. Ég er veikur allan ársins hring nema rétt á meðan ég skrepp til útlanda. Ó, linið þjáningar mínar með koníaki á köldum aftni. Á Íslandi […]

Un biglietto dell'autobus, pronto! 2

Hér verður aðeins bloggað í stuttum athugasemdum á næstunni. Ég hef ekki sofið í einn og hálfan sólarhring. Í gærkvöldi var ég nokkuð viss um að „Venezia 1000 m.“ þýddi að ég hefði álpast upp í vitlausa rútu. Líklega var átt við afleggjarann en ekki borgina. Hvert sem leiðin lá var ég allavega sloppinn. Ribbalda […]

Piacenza 2

Hér er stórfurðulegt að vera. Stórfurðulegt. Er á leiðinni á djammið (eða það held ég …) með Riccardo Anselmi. Það eitt og sér er eins furðulegt og það verður. Vegna samgönguörðugleika neyðist ég til að fara fyrr en áætlað var og hanga í Bergamo heilan dag að drekka caffe corretto og þykjast skrifa nýjasta kafla […]

Helgin – burtför 8

Þá er Nýhilhátíðin afstaðin, ef ég þyrfti ekki að pakka og klára verkefni fyrir skólann væri ég hins vegar á leiðinni til Stokkseyrar í fáránlega fínan mat með restinni af liðinu. En það er svo sem nóg af slíkri bóhemíu á Ítalíu. Yfir helgina hef ég eignast nokkrar nýjar bækur sem ég get glaður tekið […]