Monthly Archives: nóvember 2007

Kjezlan hérna megin er þokkó hressó 2

Þessa fegurð fékk ég senda nú í morgun. Finnst ég betri maður eftir á. Afsakið annars allt málfræðibrjálæðið síðustu daga. Merkilegt samt hvernig allir virðast hafa áhuga á málfari en færri á málfræði. Held að fólk hafi almennt meiri áhuga á að stýra hvernig fólk talar en að vita af hverju það talar eins og […]

Jólin sem öllu breyttu 2

Flest jól bíða unglingar milli vonar og ótta um að sjá glitta í bók eftir Þorgrím Þráinsson í innkaupapokum mæðra sinna. Þessi jól er það öðruvísi.

Þolmyndarflótti 9

Setning: Það var hringt í mig. Svar: Ég myndi frekar segja t.d. ég fékk símtal. Viðbót Af hverju myndi nemandi á framhaldsskólastigi svara svona í könnun? Fyrir sjö árum rannsakaði Sigríður Sigurjóns málnotkun gagnfræðaskólanema um allt land í leit að nokkru sem kallað hefur verið nýja þolmyndin (dæmi: það var bara hrint mér á leiðinni […]

Sakn 0

Ég sakna ályktandi tölfræði. Slíkt gæfi miður litlar upplýsingar í minni rannsókn. Hvernig stendur eiginlega á því að fólk virðist margt hvert hafa gagnverkandi reglur í málvitund sinni? Er verið að krukka of mikið í skólakrökkum? Er fólk hætt að tala af ótta við að vera leiðrétt?

Ó, Wurzel, hvar ertu? 4

Bók Wurzels sem vísað er í hér að neðan geta áhugasamir skoðað hér. Áhugasamur sem ég er þá vantar einmitt þær síður í sýnishorn bókarinnar sem ég þarf mest á að halda! Og bókin er hvergi til á landinu nema að því er virðist í bókaskápum málfræðinga. Ég dey.

Hvað er ég að gera spyrjiði? 2

Til að svara þessari spurningu án þess ég þurfi að útskýra það fyrir ólíku fólki oft á dag þá er ég að lesa greinar eins og þessa til að auka skilning minn á viðfangsefni daganna: „Ef unnt er að greina eitthvert mynstur sem talist getur einkennandi fyrir eintölubeygingu íslenskra sagna í germynd ætti það samkvæmt […]

Ruby's Arms 5

Af því bráðum fer í hönd hátíð einhleypra og ég geri í því að vera almennt bitur og leiðinlegur milli þess sem ég er fáránlega töff og stýri vinsælasta bókmenntaþætti landsins ætla ég að tilnefna Ruby’s Arms sem jólalagið í ár (eins og þið sjáið hef ég líka útrýmt kommunni, [úps] megi hún brenna í […]

Hættulegasti maður Íslands? 0

Ef stuttbuxnaklæddur Guðni Ágústsson getur ekki hitt Kastró yfir mojito til að ræða íslensku sauðkindina án þess að ógna heimsfriðinum óar mér við því hvað hann gæti gert af sér í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er líklega best að bíða með öll slík áform uns heimurinn er fyllilega búinn undir pólitískan slagkraft Íslendinga.

Andlega feitlaginn 7

Án þess ég sé tiltakanlega feitur er ég orðinn meistari í að rífa fötin mín í strimla við ekki merkilegri íþróttaiðkun en að hagræða lestrarstellingunni. Síðasta vor klæddi ég mig í peysu utan yfir skyrtu og reif saum upp eftir henni endilangri. Þegar ég fór aftur úr peysunni reif ég svo aðra ermi skyrtunnar. Er […]

Fyrstur 1

Aldrei fór það ekki svo að mér tækist að vakna klukkan sjö eftir fjögurra tíma svefn, vera á undan umferðinni í skólann og ná að mæta fyrstur allra í fyrsta tíma eftir viðkomu á kaffistofunni í Odda. Þetta gat ég. Minnir á gömlu góðu dagana þegar ég reykti einn og hálfan pakka af sígarettum á […]