Kjezlan hérna megin er þokkó hressó

Þessa fegurð fékk ég senda nú í morgun. Finnst ég betri maður eftir á.

Afsakið annars allt málfræðibrjálæðið síðustu daga. Merkilegt samt hvernig allir virðast hafa áhuga á málfari en færri á málfræði. Held að fólk hafi almennt meiri áhuga á að stýra hvernig fólk talar en að vita af hverju það talar eins og það gerir.

Þolmyndarflótti

Setning: Það var hringt í mig.
Svar: Ég myndi frekar segja t.d. ég fékk símtal.

Viðbót
Af hverju myndi nemandi á framhaldsskólastigi svara svona í könnun?

Fyrir sjö árum rannsakaði Sigríður Sigurjóns málnotkun gagnfræðaskólanema um allt land í leit að nokkru sem kallað hefur verið nýja þolmyndin (dæmi: það var bara hrint mér á leiðinni í skólann). Niðurstöðurnar birtust í Íslensku máli og almennri málfræði 2002 og svo virðist vera sem ýmsum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds því markvisst var tekið til við að útrýma þessari málvenju. Það árið voru krakkar fæddir 1988 að byrja í áttunda bekk.

Kannanir okkar sem að spurningalistanum stöndum taka ekki til nýju þolmyndarinnar þótt þar sé spurt um hana. Þar má finna setningar eins og það var lamið e-n, það var hrint e-m o.s.frv., þar sem notað er óákveðna frumlagið það svo þolandi verði í andlagssæti. Þolmyndin er „ný“ af því einfaldari setningar á borð við ég var laminn eða mér var hrint, eins og hefð er fyrir að segja, standa einnig í þolmynd. Setningin það var hringt í mig telst hins vegar ekki til nýrrar þolmyndar, þess vegna slæddist hún með á spurningalistann, bara í gamni. Það er ekki hægt að segja ég var hringdur í merkingunni það var hringt í mig.

Krakkar fæddir 1988 eru á síðasta ári í framhaldsskóla núna. Ég er með 189 útfyllt svarblöð frá krökkum fæddum 1992 til 1988. Og ég þori varla að kíkja eftir þessu.

Sakn

Ég sakna ályktandi tölfræði. Slíkt gæfi miður litlar upplýsingar í minni rannsókn. Hvernig stendur eiginlega á því að fólk virðist margt hvert hafa gagnverkandi reglur í málvitund sinni? Er verið að krukka of mikið í skólakrökkum? Er fólk hætt að tala af ótta við að vera leiðrétt?

Hvað er ég að gera spyrjiði?

Til að svara þessari spurningu án þess ég þurfi að útskýra það fyrir ólíku fólki oft á dag þá er ég að lesa greinar eins og þessa til að auka skilning minn á viðfangsefni daganna:

„Ef unnt er að greina eitthvert mynstur sem talist getur einkennandi fyrir eintölubeygingu íslenskra sagna í germynd ætti það samkvæmt kenningu Wurzels að teljast grunnmynstur eintölubeygingarinnar í germynd. Eðlileiki annarra mynstra ræðst svo af því hve vel þau samræmast grunnmynstrinu; það er hið svokallaða kerfissamræmi. Eftir því sem tiltekið mynstur í eintölubeygingunni er líkara grunnmynstrinu þeim mun eðlilegra telst það og að sama skapi líklegra til að varðveitast í beygingarkerfinu. Á hinn bóginn er hætt við að eintölumynstur sem illa samræmist grunnmynstrinu taki breytingum og verði smám saman líkara grunnmynstrinu eða samhljóma því. þannig má segja að í beygingarkerfinu sé stöðug tilhneiging til að viðhalda kerfissamræmi. Þess væri þá að vænta miðað við þessa kenningu Wurzels að umræddar breytingar á eintölubeygingu sagnarinnar vilja væru ekki einföldun beygingarinnar einungis einföldunarinnar vegna, heldur breytingar sem færðu beyginguna í eðlilegra mynstur; slík breyting gæti vitaskuld falið í sér einföldun þó að hún þyrfti ekki að gera það.“

– Haraldur Bernharðsson. Ég er, ég vill og ég fær, bls. 74. Íslenskt mál og almenn málfræði, 27. árg. Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík, 2005.

Ef ykkur fannst þetta ekki áhugavert getiði semsé sleppt því að spyrja í framtíðinni. Ef ykkur á hinn bóginn fannst þetta áhugavert er ykkur líklega ekki viðbjargandi. Eina ráðið við því er að skrá sig í íslenskunám.

Ruby's Arms

Af því bráðum fer í hönd hátíð einhleypra og ég geri í því að vera almennt bitur og leiðinlegur milli þess sem ég er fáránlega töff og stýri vinsælasta bókmenntaþætti landsins ætla ég að tilnefna Ruby’s Arms sem jólalagið í ár (eins og þið sjáið hef ég líka útrýmt kommunni, [úps] megi hún brenna í helvíti). Þannig að þessi jól meðan ég sit yfir einhverri kellingamynd með bjór í annarri og typpið í hinni og grenja úr mér augun getið þið notið samvistanna hvort við annað og hlustað á þetta lag til að minna ykkur á að til er ógæfusamara fólk. Til þess eru jú jólin. Segið svo að ég sé ekki rómantískur.

I will leave behind all of my clothes
I wore when I was with you
All I need’s my railroad boots
And my leather jacket
As I say goodbye to Ruby’s arms
Although my heart is breaking
I will steal away out through your blinds
For soon you will be waking

The morning light has washed your face
And everything is turning blue now
Hold on to your pillow case
There’s nothing I can do now
As I say goodbye to Ruby’s arms
You’ll find another soldier
And I swear to God by Christmas time
There’ll be someone else to hold you

The only thing I’m taking is
The scarf off of your clothesline
I’ll hurry past your chest of drawers
And your broken wind chimes
As I say goodbye I’ll say goodbye
Say goodbye to Ruby’s arms

I’ll feel my way down the darkened hall
And out into the morning
The hobos at the freight yards
Have kept their fires burning
Jesus Christ
This goddamn rain
Will someone put me on a train
I’ll never kiss your lips again
Or break your heart
As I say goodbye I’ll say goodbye
Say goodbye to Ruby’s arms.

– Tom Waits.

Hættulegasti maður Íslands?

Ef stuttbuxnaklæddur Guðni Ágústsson getur ekki hitt Kastró yfir mojito til að ræða íslensku sauðkindina án þess að ógna heimsfriðinum óar mér við því hvað hann gæti gert af sér í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er líklega best að bíða með öll slík áform uns heimurinn er fyllilega búinn undir pólitískan slagkraft Íslendinga.

Andlega feitlaginn

Án þess ég sé tiltakanlega feitur er ég orðinn meistari í að rífa fötin mín í strimla við ekki merkilegri íþróttaiðkun en að hagræða lestrarstellingunni.

Síðasta vor klæddi ég mig í peysu utan yfir skyrtu og reif saum upp eftir henni endilangri. Þegar ég fór aftur úr peysunni reif ég svo aðra ermi skyrtunnar. Er svo nískur að ég hef ætlað að fá einhvern til að bæta skyrtuna síðan.

Í gærkvöldi losaði ég um hnapp á annarri skyrtu. Hef ekki séð hann síðan. Svo rétt áðan heyrðist dularfullt hljóð undan peysunni minni þegar ég settist upp og ég þori ekki að kanna hverju þessi sama skyrta kann að hafa tekið upp á þarna undir.

Rétt eins og hinir syndlausu sjást ekki í IKEA hefnist manni líklega fyrir að versla við Dressmann. Þá má einu gilda hvernig útsöluhyski á borð við sjálfan mig er vaxið. Við erum öll andlega feitlagin eftir sem áður.

Fyrstur

Aldrei fór það ekki svo að mér tækist að vakna klukkan sjö eftir fjögurra tíma svefn, vera á undan umferðinni í skólann og ná að mæta fyrstur allra í fyrsta tíma eftir viðkomu á kaffistofunni í Odda. Þetta gat ég.

Minnir á gömlu góðu dagana þegar ég reykti einn og hálfan pakka af sígarettum á dag ofan í sjöþúsund kaffibolla (leitið að bloggarafugl) og gleymdi að sofa svo dægrum skipti. Með öðrum orðum þau ár sem ég var duglegur í námi. Hve langt mér finnst síðan.