Daily Archives: 10. apríl, 2008

Appelsína 4

„Matreiðslumenn eldhússins, Orange Lab. leika sér að helíum, fljótandi köfnunarefni og fleiri efnum úr lotukerfinu til þess að framreiða mat á nýjan og spennandi hátt,“ segja Einar og Þórarinn og bæta við að hugmyndin á bak við Orange sé að upplifunin skili sér jafnt í skemmtun sem og bragði. (#) Mér þykir nýstárlegt að leika […]

Tilvistarkreppan 0

Í menntó dreymdi mig daga og nætur um að byrja í háskóla. Núna velti ég fyrir mér af hverju ég er í háskóla. Fæ aðeins fjárhagslegar ástæður. Finnst það ósanngjarnt. Og heimskulegt.

Gerræði 2

Annars flýgur mér í hug, fyrst Björn Bjarna vill flokka stjórnmálamenn eftir því hvort þeir tali um hlutina eða geri þá, hvort hann vilji ekki koma á ger-ræði. Hann er svo hrifinn af því að sniðganga lýðræðislega umræðu og bara gera hlutina, svona eins og Davíð og Halldór gerðu.

And Hell came with him 4

Mig grunar að Langholtskirkja sé vinsælasti útfararstaður Íslands, í það minnsta eru undantekingarlaust jarðarfarir þegar ég er að vinna. Fróðir lesendur geta svo giskað á til hvaða kvikmyndar er vitnað í fyrirsögn. Fyrrum hálfstjarna í Hollywood fer með aðalhlutverkið, og í einu skemmtilegasta atriði myndarinnar vísar hann í eins konar metafiksjón aftur til inngangs hennar […]

Blunt 0

Áður en ég fattaði hver James Blunt er velti ég fyrir mér hvers vegna komu hans hingað hefur verið tekið með svo miklu persónuníði. En það var líka áður en ég fattaði hver hann er.

Aldrei ég nam en nam þó 0

Þá veit ég að ég get lesið sænsku, og það betur en norsku meira að segja. Kannski er þetta það sem Kaninn kallar „winning streak“ og þá væri nú ekki úr vegi að prófa frönsku næst. En í tilefni af sænskunni veiti ég Peter Hallberg orðið. Enda þótt þetta viti nú allir þá valdi ég […]