Appelsína

„Matreiðslumenn eldhússins, Orange Lab. leika sér að helíum, fljótandi köfnunarefni og fleiri efnum úr lotukerfinu til þess að framreiða mat á nýjan og spennandi hátt,“ segja Einar og Þórarinn og bæta við að hugmyndin á bak við Orange sé að upplifunin skili sér jafnt í skemmtun sem og bragði. (#)

Mér þykir nýstárlegt að leika sér að „efnum úr lotukerfinu“ til að framreiða mat. Kannski þeir missi óvart natrín ofan í klórblönduna í vaskinum og finni upp eitthvað næstumþví gagnlegt sem þegar fæst fullunnið í Bónus.

Gerræði

Annars flýgur mér í hug, fyrst Björn Bjarna vill flokka stjórnmálamenn eftir því hvort þeir tali um hlutina eða geri þá, hvort hann vilji ekki koma á ger-ræði. Hann er svo hrifinn af því að sniðganga lýðræðislega umræðu og bara gera hlutina, svona eins og Davíð og Halldór gerðu.

And Hell came with him

Mig grunar að Langholtskirkja sé vinsælasti útfararstaður Íslands, í það minnsta eru undantekingarlaust jarðarfarir þegar ég er að vinna.

Fróðir lesendur geta svo giskað á til hvaða kvikmyndar er vitnað í fyrirsögn. Fyrrum hálfstjarna í Hollywood fer með aðalhlutverkið, og í einu skemmtilegasta atriði myndarinnar vísar hann í eins konar metafiksjón aftur til inngangs hennar með orðunum: You hear me, Hell’s coming with me!

Aldrei ég nam en nam þó

Þá veit ég að ég get lesið sænsku, og það betur en norsku meira að segja. Kannski er þetta það sem Kaninn kallar „winning streak“ og þá væri nú ekki úr vegi að prófa frönsku næst. En í tilefni af sænskunni veiti ég Peter Hallberg orðið. Enda þótt þetta viti nú allir þá valdi ég tilvitnunina sökum þess að í henni kemur fyrir orðið bra sem mér finnst svo skemmtilegt:

Sturla Þórðarson är förvisso inte den ende av krönikörerna i Sturlunga som själv har bevittnat vad han skriver om eller har sina uppgifter från nära håll. Det är just denna egenskap av samtidsskildring, som trots slående likhet i stil och framställningssätt ger Sturlunga en annorlunda karaktär än texterna om sagatidens människor. I dem har seklen slipat av de traditioner som fanns, och författarnas fria skapande har gett skeendet en mera avklarnad och konstnärlig form. De är inte minst konst, fiktion – låt vara med anspråk på att ge en historiskt trogen bild av förfädernas liv.

Sturlunga däremot är dokumentarisk litteratur. Vi möter där en givetvis mer eller mindre sovrad men ändå långt mera ostrukturerad verklighet. En respektabel samtidskrönikör kunde inte manipulera sitt material efter eget gottfinnande och behov, ifall han ville behålla sin trovärdighet inför läsarna – som kanske i många fall var lika bra eller bättre orienterade om händelseförloppet än han. Själva dokumentationen framstår hän som det väsentliga.