Monthly Archives: ágúst 2008

Lokað í bili 0

Það er kannski ástæðulaust að loka blogginu, en það er samt ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég hef nóg annað að hugsa um eins og er, og það er alltaf nóg að gera þótt ég hafi ekkert um það að segja. Þannig að ég ætla bara að vera einfaldur bókavörður í bili. Ég […]

Liberté – Égalité – Fraternité 1

Kieslowski er nokkuð magnaður.

Öskubuskusyndrómið 2

Ég endaði á að gera ekkert í gær. Ég reyndar sá ljóðarisann, sem sjá má á síðu Baunar, en eftir það var ég helst til niðurrigndur og kaldur til að halda áfram. Afboðaði komu mína á eigin upplestur í Friðarhúsi – hvar Baun virðist einnig hafa verið – og sleppti ljóðahátíð Nýhils. Eins og ég […]

Menningarnótt 0

Dagskráin mín í dag er eftirfarandi: 1. Sjá ljóðarisa í Hverfisgötu 2. Sinna eigin atriði í Friðarhúsi 3. Klára kvöldið í ljóðapartíi Nýhils Plan eitt er samt að leggja einhversstaðar þar sem ég festist ekki inni.

Hlandið góða og húsið 1

Já, það er víst nóg af vinstrisinnuðu listapakki í hundraðogeinum sem mígur hvert utan í annað og mótmælir virkjunum í frístundum sínum, heyrirðu það Kristín Svava! Segðu svo ekki að skoðanabræður Egils séu ómálefnalegir. En svona á öðrum nótum þá hlakka ég til að endurbættur Listaháskóli rísi við Laugaveginn, því rétt eins og Egill vil […]

Kópavogur 6

Áðan var ég staddur á McDonald’s við Smáratorg. Þar sá ég konu hella sér yfir starfsmann vegna þess að hún fékk hamborgarann sinn í venjulega brauðinu á myndinni, en ekki í kornóttu brauði eins og mynd af einhverjum öðrum hamborgara sýndi. Fyrir sumum er ekkert vandamál of lítið. Á leiðinni heim tók ég eftir því […]

Clapton 2

Eftir að hafa hlustað á best of hef ég komist að því að hann er alveg óhemjuleiðinlegur lagahöfundur og útsetjari, hvað sem hæfileikum hans líður. Lagið (I) Get Lost er fullkomið dæmi. Bara bætið við eurotrashtakti í huganum.

Samfélag í nærmynd 2

Hér gerast merkilegir hlutir á hverjum degi, a.m.k. hlutir sem teljast merkilegir innan þess afmarkaða veruleika sem bókasafnið og -bíllinn er. Fastagestirnir hérna eru betri en nokkurt sjónvarpsefni. Ef mér þætti ekki vænt um óstaðlaðan veruleika væri hér komin prýðileg hugmynd að þáttum handa Skjá einum. Ég fæ stundum á tilfinninguna að fólk trúi ekki […]

Og kónginn kól 1

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Nat King Cole. En hvernig maðurinn gat sungið Haustlauf án nokkurrar tilfinningar, glottandi eins og hann sé í tannkremsauglýsingu, fer gjörsamlega framhjá mér. Þar tekur Eva Cassidy hann í rassgatið að heita má.

Það var platað mig 4

Guðmundur Andri á ansi hreint fínan pistil í Fréttablaðinu í dag, sem lesa má hér. Ef til vill verða margir til að álykta að notkun hans á nýju þolmyndinni endurspegli máltilfinninguna, en þess heldur er „Það var platað mig“ ef til vill lymskulegasta diss sem sést hefur á síðum blaðanna lengi. Stundum verð ég pirraður […]