Monthly Archives: ágúst 2010

Heimsveldi tímastjórnunar 4

Eftir vikubið hringdi ég í internetfyrirtækið Telia Stofa. Þeir könnuðust ekki við neina pöntun á háhraðatengingu svo ég pantaði gegnum síma. Þá kemur í ljós að háhraðatenging er ekki möguleg þráðlaust svo ég pantaði venjulega þráðlausa tengingu í staðinn. Hún kemur eftir viku. Helv. Það hjálpar dönskunni minni að enginn hjá Jyske Bank kann eða […]

Á Ris Ras í rigningarsudda 0

Í heila viku hef ég varið hálfum deginum á börum Árósa svo ég komist á netið. Ég fæ svona 30 tölvupósta á dag og sumum þarf að svara, svo ég kemst ekki undan. Rigningin undanfarna viku hefur samkvæmt Politiken valdið því að vatn hefur runnið frá óæðri stöðum og flætt yfir grunnvatnið. Eftir minni vanalegu […]

Fyrsta þynnkan sem hálfdani 0

Internetið er ennþá á leiðinni. Á meðan gengur danska lífið sinn vanagang. Í dag reyndi náungi að flýja strætóverðina. Stór mistök. Verðirnir eru hvorutveggja beljakar og fráir á fæti. Síðasta sem ég sá af honum hélt annar vörðurinn honum fast upp að húsvegg. Hvorugum virtist sérlega skemmt. Síst af öllum sá sem vildi spara sér […]

Enn úr gettóinu 3

Það hlaut að koma að því að krakkarnir á kollegíinu segðu farir sínar ekki sléttar af heimafólki. Tvö þeirra voru að ganga heim að kvöldi og fimm krakkar eltu þau. Einn þeirra vatt sér svo upp að þeim og heimtaði allt sem þau ættu. Strákshluti parsins svaraði að eigin sögn: En þú ert bara krakki! […]

Jysk sengetøj 0

Ég vaknaði í morgun við að kona kom til að þrífa hjá mér klósettið. Ég spurði hana hvort hún vildi þá ekki þrífa restina af íbúðinni. Þá hrópaði hún: Clean! TOILET! svo ég lét þar við sitja. Ég er enn að berjast við kontórinn. Auðvitað ber þeim að skila íbúðinni hreinni. Og ég heimta aukahúsgögn […]

Meira um Hejredalkollegíið 0

Það fyrsta sem vakti athygli mína er að kollegíið er víggirt. Römm læst hlið á alla útganga og gaddavír eftir öllum girðingum. Til að komast í íbúðina þarf því þrjá lykla. Í síðustu færslu minntist ég líka á að nágrannarnir þora ekki að fara út á kvöldin. Að vísu eru flestar fréttir sem berast til […]

Að Lottuvegi 1 0

Í augnablikinu er ég staddur á Café Undermasken í Árósum. Þvílík beljandi rigning hefur verið í dag að dyflinnarregnhlífin gaf undan og því flýði ég inn. Ég er líka netlaus svo ég kem til með að verða nokkuð hér næstu daga. Innskot: Ég er núna á Ris Ras. Einhver strákur hellti bjór yfir tölvuna mína […]

Áfangastaður – Lottuvegur 1 1

Í fyrradag úthlutaði alþjóðaskrifstofa Árósaháskóla mér bráðabirgðahúsnæði í algerri neyð. Það er í Hejredalkollegíinu við Lottesvej í Brabrand, þ.e. í vesturbænum. Ekki alveg það sem ég hafði í huga en sama hversu mér líkar get ég ekki búið þar lengur en til áramóta. Mánaðarleigan er lág og ég hef eigin sturtu. Það er ekki nauðsyn, […]

Atuk og A Confederacy of Dunces 0

Bölvanir hafa gegnum mannkynssöguna lagst yfir heilu löndin og ættliðina, stundum hafa þær hvílt á verðmætum gripum og jafnvel einstaka gæluverkefnum. Hollywood hefur séð sinn skerf af slíkum bölvunum að menn segja og líklega er frægust þeirra sú sem sögð er hvíla á Supermanvörumerkinu (George Reeves, Christopher Reeve – tilviljun?). Ein þeirra bölvana sem Hollywood […]

Litlu verður Vöggur feginn 0

Sumir dagar eru þannig að án þess að gera neitt flytur maður fjöll. Þannig hófst fyrri partur dagsins í dag þegar ég rúntaði hálfsárslega túrinn niður í Mastercard með sömu kankvíslegu tilgerðarhógværð og ég vanalega set upp af tilefninu, vitandi upp á mig sökina að hafa algjörlega trassað að greiða reikningana, og verið drullusama (nokkuð […]