Nú þegar sumarið hálfna fer held ég að það sé ekki seinna vænna að fara að telja upp þær hremmingar sem ég hef lent í af höndum örsmárra ófreskja á því tæpa ári síðan ég flutti til Danmerkur. Í september varð ég fyrir árás hundruða geitunga sem leituðu inn í birtuna. Þegar mér tókst að […]
Categories: Aarhus,Úr daglega lífinu
- Published:
- 30. júní, 2011 – 12:14
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Um daginn – lesist fyrir uþb þrem vikum eða mánuði – leiddist mér nógu mikið til að þræla mér gegnum kvikmyndina The Arrival með Charlie winning Sheen. Í miðri myndinni kynnist hann loksins aðalaukapersónunni sem áhorfandinn hafði fengið að fylgjast með inná milli. Hann neitar henni um kynlíf og svo bara sisvona er hún stungin […]
Categories: Aarhus,Ferðalög,Kvikmyndir,Úr daglega lífinu
- Published:
- 28. júní, 2011 – 02:08
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Jöðrun er grundvallarhugtak í hinseginfræðum og femíniskum fræðum. Í bók sinni Bodies that Matter fjallar Judith Butler um jöðrun á þeim nótum (minnir mig, ég hef ekki bókina hjá mér) að hin jöðruðu markist af sjálfskilgreindu félagslegu normi, og tekur dæmi af ýmsum jöðruðum þjóðfélagshópum. Útfrá skilgreiningu Butlers má orða þetta sem svo að hvítir […]
Categories: Femínismi.,Greinar,Pólitík,Saga
- Published:
- 9. júní, 2011 – 12:14
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Nú, tæpum sólarhring eftir að ég sendi opið bréf til forsvarsfólks Málsvarnar, og í tölvupósti einnig, hefur mér enn ekkert svar borist við spurningum mínum. Í kjölfar umfjöllunar Smugunnar, Eyjunnar og The Reykjavík Grapevine hefur nafn mitt þó verið fjarlægt af stuðningslistanum. Mér þykja spurningar mínar eðlilegar og sanngjarnar. Ég sé enga ástæðu fyrir þau […]
Categories: Fjölmiðlar,Pólitík
- Published:
- 8. júní, 2011 – 21:39
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Vinur minn benti mér á að ég væri skráður sem stuðningsmaður Geirs Haarde á vefsíðunni malsvorn.is, mér til mikillar undrunar. Af því tilefni sendi ég forsvarsfólki vefsíðunnar, sem þó á aðeins að hafa samband við í því tilfelli að maður vilji styrkja söfnunina fjárhagslega, þessar línur nú rétt í þessu: Halló Ég hef verið skráður […]
Categories: Pólitík
- Published:
- 7. júní, 2011 – 23:24
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Til að byrja með er rétt að taka það fram að mér finnst umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málefni Guðbergs Bergssonar vera bjánaleg og full af vanvirðingu. Þetta snýst ekki um peninga, og kemur heldur engum í raun við. Aðalmálið er að Guðbergur missti manninn sinn, og hann ætti að fá að vera í friði með […]
Categories: Fjölmiðlar
- Published:
- 4. júní, 2011 – 00:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Af væntanlegri konsept-plötu Garðskálans: „Á bakvið hvern reyklausan mann er keðjureykjandi kona” – hluti óviðjafnanlegs þríleiks. Samið yfir Skype. Lag: Herra Vídalín; Texti: Herra Loðmfjörð; Listrænn ráðgefandi: Kristján B Jónasson. Aldrei fyrr hafa barítónarnir tveir sýnt af sér aðra eins leikgleði innan hins þrönga ramma þeirra snilldarlegu listrænu sýnar! Plata þessi er nokkuð sem enginn […]
Categories: Tónlist
- Published:
- 1. júní, 2011 – 00:36
- Author:
- By Arngrímur Vídalín