Monthly Archives: maí 2012

Blæbrigði málanna 0

Eftir að ég fór að ferðast mikið um Norðurlöndin hef ég skemmt mér því meira yfir þeim orðum sem hafa ólíka merkingu á milli landa. Það sem er sjovt á dönsku er til dæmis gøy á norsku, sem er sama orðið og gay í ensku og hýr í íslensku. Ólíkt seinni tveim málunum er það […]

Af starfi og skóla 0

Kom heim frá Akureyri í nótt. Við Eyja urðum veðurteppt en ákváðum þegar snjóa leysti uppi á heiðum í gærkvöld að bruna í bæinn meðan við gátum. Hef ekki gáð að því hvort fennt hafi í förin okkar aftur. Ég var svo óábyrgur að smella af mynd undir stýri svo dyggir lesendur fengju að sjá […]

Ruslakall á Akureyri 0

Þá erum við komin í vinnuferð norður. Margt sem rifjast upp fyrir mér einsog endranær þegar ég kem hingað. Til dæmis sameiginleg ást okkar Arnars æskuvinar míns á bænum. Okkur báðum fannst Akureyri langtum betri bær en Reykjavík, og dag einn höfðu hann og bekkjarbróðir hans Siggi ákveðið að gerast ruslakallar á Akureyri þegar þeir […]

Stephen King er hetjan mín 0

Við vitum öll hvað í vændum er þótt enginn vilji horfast í augu við það. Fólk lýgur að sjálfu sér, leiðir hið óhjákvæmilega hjá sér, segir við sjálft sig að þetta muni fjandakornið aldrei verða – við sjálft sig, vegna þess að það vogar sér ekki einu sinni að impra á því við aðra manneskju. […]

Um dyttinn og dattinn 1

Þá hef ég sótt um svo mörg sumarstörf að ég man ekki einu sinni lengur hvaða störf ég hef sótt um. Eitt hjá Borgarbókasafni, annað hjá Bókmenntafræðistofnun, og eitthvað fleira. Þrjátíu og átta í heildina. Árni Magnússon láti gott á vita. Mikið um umsóknir þetta misserið og ráðstefnugögn. Námsumsókn, styrkumsókn, alltaf sömu meðmælendur. Það ætti […]