Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2009

Myndir úr gönguferð

Það var beðið með miklum spenningi eftir því að fá að sitja úlfaldann.

Það var beðið með miklum spenningi eftir því að fá að sitja úlfaldann.

Hoppukastalar eru alltaf skemmtilegir.  Sú sveimhuga að aðstoða lítið barn.

Hoppukastalar eru alltaf skemmtilegir. Sú sveimhuga að aðstoða lítið barn.

Komin niður að Bebenhausen, til hægri er myndarleg sleðabrekka sem vonandi verður hægt að prófa í vetur.

Komin niður að Bebenhausen, til hægri er myndarleg sleðabrekka sem vonandi verður hægt að prófa í vetur.

Útskornu villisvínin heimsótt aftur, nú var búið að lita þau - nema Unu.

Útskornu villisvínin heimsótt aftur, nú var búið að lita þau - nema þeirrar snöggu.

Tübingen séð frá 13. hæð.

Tübingen séð frá 13. hæð.

Húsið okkar séð ofanfrá, þakgluggarnir 3 til vinstri erum við.

Húsið okkar séð ofanfrá, þakgluggarnir 3 til vinstri erum við.

Eitur og gönguferð

Föstudagurinn leið eins og þeir margir, börnum þrælað út við þrif (systur þurftu að þurrka úr gluggum og laga til í sínu herbergi – alveg uppgefnar eftir að hafa eytt öllum deginum í að aðstoða móður sína!).  Rólegheit seinnipartinn og hammarar í kvöldmat.

Í gær fórum við niður í dal þar sem kvennadeildin var með dag hinna opnu dyra – þar var hægt að sjá erfðaefni í smásjá, kaupa grillmat hjá slökkviliðinu og hoppa í þar til gerðum kastala.  Frúin rauk inn í miðbæ og útréttaði smá í leiðinni, hitti svo afganginn af fjölskyldunni á leikvellinum í Grasagarðinum.  Þar sagðist bóndinn hafa smakkað fallegu rauðu berin á grenitrénu við brúna og þau hefðu verið klístruð og voðalega sæt.  Þegar heim var komið lagðist frúin inn í rúm í smá stund, þar til bóndinn vakti hana og sagðist verða að skreppa niður á bráðamóttöku.  Þessi fallegu rauðu ber sem hann hafði smakkað væru með eitruðum steini og hann vildi láta athuga sig þó ekki fyndi hann fyrir einkennum.

Hálftíma síðar kom SMS með þeim skilaboðum að hann hefði fundið bráðamóttökuna – eins gott að þetta var ekki bráðatilfelli!  Hann kom svo heim heilu og höldnu en ráðlagt að láta þessi ber vera í framtíðinni, amk steinana.

Um kvöldið var svo horft á Grand Prix der Volksmusik í sjónvarpinu, sem er Evróvision þjóðlagatónlistar og þá aðallega Týrólatónlist.  Þýskaland, Austurríki, Sviss og Suður-Týról á Ítalíu kepptu eins og vanalega, fjögur lög frá hverju landi.  Bóndinn hefur bloggað ítarlega um þessa keppni.  Í stuttu máli – sá skapmikli dansaði undir fyrstu fjórum laganna og vildi svo fara inn í rúm áður en keppnin var búin, aðrir sátu í gegn og sáu Suður-Týrólana merja sigur á síðustu stigunum.  Átrúnaðargoð bóndans datt niður í annað sæti við sömu stigagjöf.

Í dag var vaknað í býtið og ekið til Fildorado sundlaugarinnar í samfloti við íslensk/þýsk/amerísku fjölskylduna.  Þar var synt og leikið sér fram að hádegi.  Heimavið undirbjó bóndinn eftirrétt dagsins, börn undirbjuggu listasýningu og svo var farið í ríflega 2 stunda göngutúr.  Leiðin er um 5 km löng, niður að Bebenhausen, inn Guldelbetal og upp að Heuberger Tor og svo heim aftur.  Allir voru þreyttir en sáttir að göngunni lokinni.  Þegar heim var komið skokkuðu bóndinn og stelpurnar upp á 13. hæð hússins við hliðina til að sjá útsýnið og taka myndir.

Eftir matinn var horft á sápuóperuþátt sem tekinn var upp á Íslandi, vakti upp minningar og ótta yngstu fjölskyldumeðlima þegar álfar og tröll létu slæma hluti gerast.  Allt endaði þetta þó vel að lokum.

Keiluskór

Engin svaka ánægð með myndatökuna, en skórnir eru flottir og það var gaman í keilu.  Skrekks hornin voru líka fín ;)

Engin svaka ánægja með myndatökuna, en skórnir eru flottir og það var gaman í keilu. Skrekks hornin voru líka fín 😉

Óþægð eða tilraunastarfsemi?

Hversdagurinn geysist áfram alveg hreint!  Á þriðjudaginn var þvegið (4 vélar – eins gott að það var brakandi þurrkur úti!) og slakað á eftir ferðalagið mikla.

Í gær var síðasti frídagur bóndans í þessari lotu, slappað af heimavið fyrri hluta dags, en eftir hádegið vorum við boðin í afmæli tvíburasona fyrrverandi nágrannans í keiluhöllinni í litlu-Ameríku.  Það var óskaplega skemmtilegt og amerískt, svaka stuð að fara í keilu og allir krakkarnir smelltu sér í fínu skóna.  Við komum heim seint og um síðir sem var í góðu lagi, því bóndinn var sá eini sem þurfti að vakna.  Ekki að það hafi truflað neinn annan því um sjöleitið í morgun voru allir komnir á fætur.

Í dag var frúin svo að drepast úr leti – ekkert gert nema lesið fyrir sjálfa sig og börnin, reyttur arfi, prjónað og svo hefðbundin fóðrun heimilismanna og frágangur.  Undir kvöld var svo skellt í eina vél á meðan stelpurnar okkar töpuðu fyrir Noregi, heimilsmönnum til mikillar armæðu – eins og landsmönnum öllum.

Ástæða tiltilsins í dag er rekin til þess skapmikla, hann fór á klósettið og fékk skýr skilaboð um að koma fram í brækur þegar hann væri búinn.  Frúin heyrði vatn renna í vaskanum og kallaði tvisvar á hann að koma strax – því var engu gengt, ástæðan var sú að hann hafði hellt úr því sem næst fullum handsápubrúsa ofan í vaskann og var að skoða froðuna sem myndaðist!  Var þetta óþægð eða er hann bara svona vísindalega sinnaður?  Hann heldur því staðfastlega fram að hann hafi ekki gert þetta af óþægð.

Myndir – Dólómítafjöll á Ítalíu og Vaduz í Lichtenstein

Tjaldið í Edolo, morgunverður áður en lagt var af stað.

Tjaldið í Edolo, morgunverður áður en lagt var af stað.

Krakkar með skítugar tær.

Krakkar með skítugar tær.

SKÍTUGAR TÆR!

SKÍTUGAR TÆR!

Útsýnið á ljótu leiðinni - í passo de Fedaia þar sem er uppistöðulón upp í fjöllunum.

Útsýnið á ljótu leiðinni - í passo de Fedaia þar sem er uppistöðulón upp í fjöllunum.

Meira af ljótu leiðinni.

Meira af ljótu leiðinni.

Þarna hélt svo vegurinn áfram.

Þarna hélt svo vegurinn áfram.

Staðið á stíflunni - aðeins farið að hlýna og peysunum lagt stuttu síðar.

Staðið á stíflunni - aðeins farið að hlýna og peysunum lagt stuttu síðar.

Við sáum Maríustyttur víða á Ítalíu, þó að í Dólómítafjöllunum hafi reyndar farið meira fyrir Kristi á krossinum eins og hér í Þýskalandi.

Við sáum Maríustyttur víða á Ítalíu, þó að í Dólómítafjöllunum hafi reyndar farið meira fyrir Kristi á krossinum eins og hér í Þýskalandi.

Í bænum Corvara stoppuðum við aðeins og lentum á sumarhátíð þar sem hægt var að borða og hlusta á Týrólatónlist - bóndanum til ómældrar ánægju.

Í bænum Corvara stoppuðum við aðeins og lentum á sumarhátíð þar sem hægt var að borða og hlusta á Týrólatónlist - bóndanum til ómældrar ánægju.

Corvara í dalbotninum.

Corvara í dalbotninum.

Dólómítafjöllin eru tignarleg.

Dólómítafjöllin eru tignarleg.

Í Canazei er hótel Oswald sem við kjósum að halda að sé nefnd eftir Oswald Sattler Týrólatónlistarmanni - uppáhalds söngvara bóndans þessa dagana.

Í Canazei er hótel Oswald sem við kjósum að halda að sé nefnd eftir Oswald Sattler Týrólatónlistarmanni - uppáhalds söngvara bóndans þessa dagana.

Gauksklukku húsið í Canazei.

Gauksklukku húsið í Canazei.

Klukkan 5 kom gaukurinn út efst og á eftir honum 4 pör sem dönsuðu við klukknaspil rétt fyrir neðan klukkuna.

Klukkan 5 kom gaukurinn út efst og á eftir honum 4 pör sem dönsuðu við klukknaspil rétt fyrir neðan klukkuna.

Dúkkulegt hús og Jesús rétt við tjaldstæðið.

Dúkkulegt hús og Jesús rétt við tjaldstæðið.

Og María Mey hinum megin við götuna.

Og María Mey hinum megin við götuna.

"klósett" á ítölsku tjaldstæði - flest voru þau svona, þó svo að eitt og eitt venjulegt væru til staðar - en þessum holum er hægt að sturta og þau eru postulíns!

"klósett" á ítölsku tjaldstæði - flest voru þau svona, þó svo að eitt og eitt venjulegt væru til staðar - en þessum holum er hægt að sturta og þau eru postulíns!

Dólómítar.

Dólómítar.

Áðurnefndur Oswald Sattler er frá Kastelruth/Castelrotto og ættingjar hans eiga líklega þessa búð þar sem keypt var svunta á bóndann.

Áðurnefndur Oswald Sattler er frá Kastelruth/Castelrotto og ættingjar hans eiga líklega þessa búð þar sem keypt var svunta á bóndann.

Komin til Furstadæmisins Lichtenstein - sá skapmikli að mjólka.

Komin til Furstadæmisins Lichtenstein - sá skapmikli að mjólka.

Höll furstans - erfitt að sjá fánann frá þessu sjónarhorni, en kastalinn er beint yfir miðbænum.

Höll furstans - erfitt að sjá fánann frá þessu sjónarhorni, en kastalinn er beint yfir miðbænum.

Stóra útilegan, Sviss og norður Ítalía (Austurríki og Lichtenstein), 2. hluti

Á laugardagsmorgninum var tjaldinu pakkað saman aftur og lagt í Dólómítafjöllin, sveitavegirnir voru eknir alla leiðina til Campitello di Fassa sem er rétt við Canazei í Trentines í Dólómítafjöllunum.  Ætlunin var nú að fara hraðbrautina að einhverju leiti – en enn og aftur gekk það ekki þrautarlaust, svo við keyrðum þess í stað í gegnum ægifagurt umhverfið og framhjá öllu hjólreiða- og mótorhjóla fólkinu.  Ferðalagið tók megnið af deginum og var tjaldað undir kvöldmat.

Til að mynda lentum við í upphafi hjólreiðakeppni og þegar við höfðum blásið af að fara hraðbraut urðum við að éta það ofan í okkur og aka niður úr fjöllunum aftur vegna hennar.  Úr aftursætinu bárust ítrekað beiðnir um að hætta að beygja svona mikið.

Í einu þorpanna var turn bæjarins skreyttur og Tóbías – nei presturinn átti afmæli, en þorpin voru mjög Kardimommubæjarleg mörg hver.

Snarl var keypt í nágrenninu, aðeins rölt um miðbæinn og svo voru krakkar settir í sturtu þar sem þau voru með skítugustu tær í heimi.

Á sunnudeginum fórum við í bíltúr um fjöllin, ætluðum að keyra útsýnisleið í hring norður fyrir Canazei en fórum óvart stærri leið sem samkvæmt kortinu var bara ljót, þó að við tækjum nú ekki eftir því.  Þegar við komum niður úr fjöllunum til Canazei voru 23 merktar beygjur á þeim vegi – en einungis beygjur sem voru meira en 180° voru merktar!  Þetta var lækkun upp á nokkur hundruð metra, ferlega mikil umferð, framúrakstur og reiðhjólafólk út um allt!

Í Canazei keyptum við hjónin okkur nýja gönguskó, við sáum gaukinn í klukkuhúsinu kíkja út, borðuðum ís og keyptum minjagripi.  Heima í Campitello fórum við á veitingastað og í göngu niður að ánni eftir það áður en allir skriðu í háttinn.

Næturnar í Campitello voru kaldar, fyrri nóttina fór hitinn sennilega niður í um 7° sem var skítkalt – lopapeysurnar héldu áfram að sanna sig og verða teknar með í næstu útilegu.

Á mánudagsmorgni var svo pakkað saman enn einu sinni og lagt af stað í norður í átt að Austurríki.  Sá skapmikli var búinn að biðja um að fá að komast heim í 3 daga – hann hafði svo að segja ekkert leikið sér enn að dótinu sem hann fékk í afmælisgjöf og lá á að bæta úr því.  Eftir svolitla umhugsun og akstur var ákveðið að stytta ferðalagið um eina nótt og keyra fram á kvöld í staðinn.

Að vísu var gert pílagrímastopp fyrir bóndann í Kastelruth/Castelrotto þaðan sem Týrólatónlistarmaðurinn Oswald Sattler kemur og hljómsveitin sem hann var meðlimur í á sínum tíma.  Einnig ókum við í gegnum bæ þaðan sem Alex og alpahornasveitin koma frá, Wolkenstein.  Þar er töluð Ladínska og eru öll skilti á þremur tungumálum.

Við ókum í gegnum Austurríki, norður í átt að Innsbruck og þaðan í austur, á leiðinni fórum við í gegnum ein þau lengstu göng sem við höfum ekið sjálf, 13 km.  Við fórum eftir hraðbrautinni alla leiðina, en sáum þó að þarna er ekki byggt eins mikið uppi í fjöllunum og bæði í Sviss og á norður Ítalíu.  Stefnan var sett á Vaduz í Lichtenstein og ókum við í gegnum 2 þorp þess lands líka.  Furstinn var heima, fáninn blakti við kastalann – við keyptm minjagripi og ís.  Listasýning var í gangi í borginni og mikið af fallegum styttum í miðborginni.  Á rennur rétt við borgina og hinum megin við hana er Sviss og tengslin greinilega mjög sterk þar á milli.

Eftir þetta stopp var svo farið út á hraðbraut í Sviss og ekið norður í átt að Bodensee, framhjá Konstaz og svo beina leið heim í ból.

Ævintýralegri útilegu var lokið, allir sáttir og þreyttir en til í að fara aftur í tjald – bara svolítið seinna.

Myndir – Kandersteg í Sviss og Edolo á Ítalíu

Búin að tjalda í Kandersteg.

Búin að tjalda í Kandersteg.

Kláfurinn sem við fórum upp með.

Kláfurinn sem við fórum upp með.

Uppi í svissnesku ölpunum.

Uppi í svissnesku ölpunum.

Kastalinn (hótel) í Gstaad í baksýn.

Kastalinn (hótel) í Gstaad í baksýn.

Í gönguferð niður að læknum/ánni við tjaldstæðið.

Í gönguferð niður að læknum/ánni við tjaldstæðið.

Sést í bílferjulestina í Kandersteg.

Sést í bílferjulestina í Kandersteg.

Komin um borð.

Komin um borð.

Minnismerki um fjallaherdeild í heimsstyrjöldinni síðari í Simplonskarði.

Minnismerki um fjallaherdeild í heimsstyrjöldinni síðari í Simplonskarði.

Sviss í þessa átt.

Sviss í þessa átt.

Og Ítalía í þessa.

Og Ítalía í þessa.

Breiðavík - eða einhvers konar heimavist og skóli?

Breiðavík - eða einhvers konar heimavist og skóli?

Edolo, séð frá tjaldstæðinu.

Edolo, séð frá tjaldstæðinu.

Í miðborg Edolo um hálf 9 að kvöldi, 25° hiti.

Í miðborg Edolo um hálf 9 að kvöldi, 25° hiti.

Vínviður skreyttur stjörnum og berin orðin rauð.

Vínviður skreyttur stjörnum og berin orðin rauð.

Stóra útilegan, Sviss og norður Ítalía (Austurríki og Lichtenstein), 1. hluti

Miðvikudagsmorgun í síðustu viku, 19. ágúst, var lagt upp í það sem átti að vera vikulöng útilega um fjallasvæði Alpanna og Dólómítafjöll Ítalíu.  Við höfðum ekið í um hálftíma þegar við áttuðum okkur á því að það væri betra að hafa vegabréfin meðferðis þegar heimsækja ætti fjögur lönd, því var snúið við og þau sótt.  Reyndar höfðum við líka lent í því að hraðbrautin virtist lokuð, svo við vorum farin að aka á sveitavegum.

Eftir smá útúrdúr heim aftur, var haldið af stað á ný og leið inn á hraðbrautina fundin.  Leiðin lá suður á bóginn og aftur var lokuð hraðbraut – ekki átti að hleypa okkur inn í Sviss auðveldustu leiðina, að lokum hafðist það þó og við renndum í gegnum landamærin án nokkurra vandkvæða og héldum suðurferðinni áfram.  Áfangastaðurinn var Kandersteg í Berner Oberland, þar sem við höfðum frétt af fallegu tjaldstæði.  Kandersteg er í næsta dal við Simmental, suður af Thun og Thunersee.

Engu hafði verið logið til um fegurðina og fengum við pláss í fjallshlíðinni og gistum því í um 1200 metra hæð yfir sjávarmáli.  Í hlíðinni fyrir ofan okkur var kindahjörð með bjöllur og hjalandi lækur við tjaldstæðið.  Eftir að tjaldið var risið fórum við með kláfi upp í um 1700 m hæð og sáum að ef við vildum ganga svo sem 1000 metra upp gætum við skellt okkur á veitingastað!  Niðurstaðan var þó að gera það ekki.  Við tókum kláfinn aftur niður og fengum okkur kvöldmat á veitingastað tjaldstæðisins, hjónin fengu unaðslegt Fondue og krakkarnir spaghetti.  Það kólnaði mikið þegar sólin var sest og komu íslenskar lopapeysur sér vel – einnig í morgunkulinu daginn eftir.

Á fimmtudegi ókum við yfir í Simmental, í gegnum Zweisimmen, Blankenburg og upp til Lenk – að skoða fornar slóðir frúarinnar frá Au-pair dvölinni fyrir rúmum 20 árum! Einnig ókum við yfir í Gstaad og ímynduðum okkur hvernig það væri að vera ofboðslega ríkur og frægur.  Þaðan fórum við til Adelboden sem er í svakalega þröngum og fallegum dal.

Þegar til Kandersteg var komið aftur fórum við og keyptum í kvöld- og morgunmat og skelltum okkur í sund.  Vatnið átti að heita 26° heitt og var vissulega heitara en 24° heita laugin við Bodensee – en kalt var það.  Kvöldmaturinn átti að vera grillaðar pylsur, en einnota grillið okkar vildi ekki taka þátt í því – ekki virtist nokkur vegur að ná loga í kolin þó blásið væri duglega, reyndar svo duglega að gat kom á botninn á því.  Það náðist þó nægur hiti til að hita pylsurnar en undarleg tillit fengum við frá nágrönnunum við aðfarirnar.

Föstudaginn hófum við á því að pakka niður, því nú skyldi haldið til Ítalíu.  Frá Kandersteg gengur bílferjulest í gegnum fjallið Lötschberg og tekur um 20 mín að fara í gegnum fjallið.  Bíllinn er keyrður upp á opinn lestarvagn, allir sitja í bílunum sínum og svo er ekið um í kolniðamyrkri í gegnum fjallið!  Ótrúlega skemmtilegt og styttir ferðatímann svakalega mikið.

Hinum megin við fjallið er Lötschental og þar getur maður séð mörkin á milli franska og þýska hluta Sviss, byggingarstíllinn er ekki sá sami.  Áfram var haldið og stefnt að annarri lest yfir til Ítalíu frá Simplon, það var rúmlega klukkutíma bið eftir brottför svo við lögðum í háfjallaakstur yfir fjallgarðinn í gegnum Simplon Pass.  Það var stórfengleg leið sem liggur yfir 2000 m á milli fjallatoppa sem gnæfa yfir í ríflega 3000 metrum.  Í einum afviknum háfjalladal sáum við eitthvað sem líktist heimavistarskóla og datt okkur helst Breiðavík í hug vegna einangrunarinnar.  Flóran var íslensk á að líta, lágróður, lyng og stöku kræklótt birki.

Leiðin lá svo framhjá Domodóssola og allt niður að Mílanó þar sem við sáum óopinbera hitamæli upp á 38° – okkur var heitt!  Stutt stopp voru tekin hér og þar á leiðinni til að rétta úr sér og taka myndir, en áfram var haldið norður með Lago d’Iseo og allt upp til bæjarins Edolo þar sem við tjölduðum í þessum fallega bæ þar sem flestir ferðamennirnir eru Ítalir.

Tjaldið var sett upp með útsýni yfir borgina, þar fórum við á veitingastað og gengum um miðbæinn, sáum til dæmis dánartilkynningu á kirkjudyrum, veitingastað þar sem veröndin var yfirbyggð með vínberjarunnum svo berjaklasarnir héngu niður.  Toppurinn á þessu tjaldstæði var að rétt við okkar tjald var afgreiðslan þar sem hægt var að sitja úti við borð, sötra drykki og lesa og vera samt í sjónmáli við tjaldið og nýttum við hjónin okkur það þegar krakkar voru sofnaðir.

Þriggja ára – myndir

Smá spurning um það hver var áhugasamastur í upphafi!?

Smá spurning um það hver var áhugasamastur í upphafi!?

Svolítið flókið að bæta við þriðja puttanum.

Svolítið flókið að bæta við þriðja puttanum.

Þennan bíl keyrði hann alveg sjálfur, steig á bensíngjöf og stýrði - starfsstúlkan fékk svo sannarlega að vinna fyrir laununum sínum og leiddist mjög þessi drengur sem skildi ekkert.  Hann komst einn og hálfan hring (þegar hinir fóru 3-4) og hrópaði þegar hann steig út úr bílnum "ég vann, ég vann!" og veifaði höndunum.

Þennan bíl keyrði hann alveg sjálfur, steig á bensíngjöf og stýrði - starfsstúlkan fékk svo sannarlega að vinna fyrir laununum sínum og leiddist mjög þessi drengur sem skildi ekkert. Hann komst einn og hálfan hring (þegar hinir fóru 3-4) og hrópaði þegar hann steig út úr bílnum "ég vann, ég vann!" og veifaði höndunum.

Þriggja ára!

Á þriðjudaginn fyrir viku síðan átti sá skapmikli afmæli, loksins orðinn þriggja ára!  Dagurinn hófst á því að pakkar voru opnaðir í hjónarúminu og kom margt spennandi í ljós, alls konar bílar, borvél, bóndabær og margt fleira.  Hafa þurfti hraðar hendur til að koma batteríum í allt sem þau þurfti og prófa allar græjurnar áður en haldið var á vit ævintýranna í Legolandi.

Fyrsta stopp dagsins var þó hjá fyrrverandi nágrannanum, móður hennar og strákunum þremur.  Þaðan var ekið í samfloti í Legoland og garðurinn tekinn með trompi, sulli og mikilli ánægju – margt varð þó eftir sem skoða verður í næstu ferðum.

Þaðan fórum við heim til Nadine og Thorstein í Neu-Ulm og fengum kvöldmat og einn stóran pakka í viðbót.  Oscar, stóri hundurinn, átti hug þeirra og er mikil tilhlökkun til næstu heimsóknar þangað.

Ekið var svo heim í myrkri, allir beint í rúmið því stóra ferðalagið var framundan.