Áfram Ísland

Áfram heldur Íslandsdvölin, á þriðjudegi brá frúin ásamt börnum undir sig betri fætinum og ók austur fyrir fjall í heimsókn til nöfnu og barna hennar.  Ákaflega skemmtilegir endurfundir og ný frænka á þeim bæ.  Þegar við komum aftur til Reykjavíkur var ein vinkona þeirrar sveimhuga sótt og skroppið í Húsdýragarðinn. Á miðvikudegi fóru systur í …

Gleði og sorgir á Íslandi

Á mánudaginn kom fyrrverandi nágranninn í heimsókn eftir skóla og leikskóla og miklar vangaveltur voru hvort byrja ætti að pakka niður fyrir Íslandsferðina eða ekki. Á þriðjudegi var pakkað – frúin skaust til Holzgerlingen og sótti sér stígvél sem hún hafði pantað frá Amríkunni sem verðlaun fyrir kláruðu áskorunina, þau eru flott! Á miðvikudegi rann …

Blessuð börnin

Þetta var skrítin vika. Á mánudaginn fór frúin í útréttingar og sótti þann skapmikla á bíl, á heimleiðinni hringdi fyrrverandi nágranninn og þurfti að koma öðrum tvíburanum á sjúkrahús.  Hún var í vandræðum með yngsta soninn því ekki náðist í bónda hennar.  Frúin skaust því í næsta bæ til að passa og var þar fram …

Rigningarvika

Ekki stóð vorblíðan lengi, þessa vikuna hefur rignt á hverjum degi og verið frekar svalt – eiginlega kalt suma morgnana, en það er víst að breytast. 🙂 Á mánudaginn gekk allt sinn vanagang, nema hvað óvanalega lítið heimanám var hjá þeirri sveimhuga. Á þriðjudegi skrapp öll fjölskyldan saman í matvörubúð, nokkuð sem gerist varla – …

Dýralíf og gleraugu

Tíminn líður – merkilegt nokk! Á mánudaginn var skólasund hjá þeirri sveimhuga, frúin ásamt þeim skapmikla og tveimur bekkjarsystrum hjóluðu að lauginni og kom í ljós að skólastúlkurnar geta hjólað leiðina sjálfar, þar sem sá skapmikli var lengi á leiðinni, lagði ekki í að hjóla niður brekkur og komst ekki upp neinar.  Stúlkurnar voru búnar …