Stórir bræður…

… eru frábær uppfinning. Fínt að hafa einhvern sem passar svona vel upp á mann… og er góður í stærðfræði og bílaviðgerðum 😉 Minn stóri bróðir á afmæli í dag, hann eyðir reyndar deginum í að koma sér heim frá útlöndum. Hlakka til að vita hvernig honum líst á gjöfina sem tekur á móti honum þegar hann kemur heim. Hann mun eins og áður vera svo mikið sem 13 árum eldri en ég. Það er nú ekki mikið þar sem ég er alltaf svo ung 😉

Hér erum við að segja hvoru öðru brandara fyrir nokkrum árum.

systkini.jpg