Gleði gleði gleði

Fyrst af öllu: ÓLI minn á afmæli í daaaaaaag! Ég óska honum auðvitað enn og aftur til hamingju með það, nú er hann sko tveimur árum eldri en ég í 6 daga!
Grúskarinn í mér er alveg að tapa sér úr gleði þessa dagana. Vorum að kaupa skanna sem skannar slidesmyndir og filmur og ég er að ná því að verða ofurmyndanörd…. í öðru veldi. Svo gaman að finna myndir sem maður vissi ekki að væru til og til að fullkomna þetta fengu m&p ljósmyndaprentara í jólagjöf svo það er hægt að dæla þessu út jafnóðum. Jííííííhaaaa!

vijjjj.jpg
Það styttist alltaf í að ég verði gömul, löngu búin að plana party en fannst svo langt í þetta að ég geymdi frekari undirbúning. Úps… enda á að hafa allt á síðustu stundu en sem betur fer er ekki mikið sem þarf að gera, kannski aðallega að bjóða einhverjum 😉 Ég ætla að blanda svaðalega bollu, er undir pressu því fólk man víst ennþá eftir bollunni úr tvítugsafmælinu mínu og afleiðingum hennar. Þær afleiðingar voru samt flestar góðar. Eyrúnu tókst til dæmis að detta aftur á bak inn í runna með tvo opna bjóra í höndunum og hellti engu niður. Þetta handajafnvægi var mjög líklega bollunni að þakka. Ég veit ekki hver ástæðan var fyrir því að hún datt 😉 Ég heiti því allavega hér með að reyna að standa mig enn betur í þetta skipti, ekki annað hægt þegar maður heldur bara party á fimm ára fresti! Og ég lofa að tala ekki um myndir, filmur, skönnun eða annað nördalegt í afmælinu. Nema ef einhver annar byrjar 😉