… er mjög mikilvægt. Þetta hef ég alltaf vitað. Ég verð auðvitað að halda áfram með skönnunarþemað á þessari síðu og ákvað að gera myndina hérna að neðan opinbera. Þetta er greinilega það augnablik sem ég hef minnst náð að fela að ég sé að horfa á einhvern – og það náðist á filmu. Aumingja gesturinn. Þarna er ég þriggja ára með sítt að aftan og í blúndukjól. Kristján heldur á sinclair spectrum tölvunni sinni, Adda virðist vera að drekka jógúrt og er íklædd fallegu fermingarjakkafötunum sínum – sem voru einmitt seld árið eftir og kaupandinn var víst strákur. Aumingja gesturinn sem hefur lent inni á þessari systkinamynd telst líklega eðlilegastur þarna. En hann getur nú verið ánægður með að mér fannst hann greinilega mjög áhugaverður… þó þetta geti ekki hafa verið þægilegar aðstæður fyrir hann.
Afmælisundirbúningur er á fullu, systurnar Skordal eru búnar að versla mikið af nauðsynlegum hlutum og enn meira af mjög ónauðsynlegum hlutum svo þetta ætti að verða eðal partíííííí! Ég vona að Ása sé búin að hlaða myndavélina því ég ætla auðvitað að stilla Sólu upp með bolluskálina þegar það er svona temmilega lítið eftir. Svona mynd verður svo alltaf tekin á fimm ára fresti 😉