Ég ber aldurinn vel…

… vona ég. Afmælishelgin mín var tvímælalaust skemmtilegasta helgi ársins so far 😉 Og jafnvel þó við teljum síðasta ár með líka. Veislumatur heima á Skaganum á föstudag, skemmtilegt party á laugardag og góður matur á sunnudag (engin þynnka, góð afmælisgjöf ;)).
Mætingin í partyið var ótrúlega góð, gaman að geta loksins hrúgað öllu skemmtilegasta fólkinu á einn stað 😉

Ég stóð mig vel allt kvöldið í að drekka úr blómavasaglasinu sem Adda gaf mér, bollan tókst vel að mínu mati og allir voru stilltir, góðir og frábærir. Yndislegt líf 😉 Það var greinilegt að allir urðu strax þyrstir í eitthvað meira því þetta kvöld var planað PISA partý, rannsóknahittingur og talað um að vinkonuhópurinn minn frábæri fari nú að hittast reglulega. Nóg að gera framundan semsagt.

Ég er búin að vera dugleg í dag og setti inn heil þrjú ný albúm. Ekki nóg með það heldur skrifaði ég við hverja einustu mynd. Dugnaður minn á sér engin takmörk ;)  Albúmin snúast öll um afmælið, eitt er frá matnum heima, annað úr partyinu og þriðja… já… það er semsagt heilt albúm með sjálfsmyndum Óla Gneista og Bryndísar. Sett í sér albúm svo fólk geti sloppið við að þurfa að fletta í gegnum þetta allt 😉

Note to self: Aldrei að skilja myndavélina sína eftir í nokkrar mínútur þar sem Óli nær í hana.

En þið sem hafið lykilorð að myndasíðunni – njótið vel (linkur á hana hérna niðri). Og þið sem hafið það ekki – sendið mér bara póst á daggerbrown@gmail.com 😉

Miss Sóla Jones 5 árum síðar:

shljan2007-001.jpg