Safnari og veiðimaður

Ég safna allskonar drasli, stundum bara óvart. Ég kann ekki að veiða en stundum veiði ég líka óvart. Aðallega samt bara flugur með númeraplötunni á bílnum mínum.

Það er spennandi að taka til heima hjá mér, þá finnst allt draslið sem ég hef safnað bæði viljandi og óvart. Ég hef líka komist að því að ég set geisladiska aldrei í rétt hulstur og það getur breyst í trylltan ratleik sem endar á því að ég finn eitthvað sem ég er löngu búin að týna en var samt aldrei týnt.

Það er allt í lagi að eiga gömul söfn inni í skáp og finna þau svona öðru hvoru… kannski gömlu límmiðabækurnar og frímerki. En sum söfn heimta bara að vera til án þess að safnarinn ráði neinu um það. Ég er til dæmis að safna stelpum sem líta á mig sem sinn versta óvin af því að kærastinn þeirra slysaðist á einhverjum tímapunkti í sínu lífi til að vera hrifinn af mér. Oftast löngu áður en viðkomandi par kynntist og í nær öllum tilfellum án þess að ég hafi haft einhvern áhuga. En það er nú bara lítið aukaatriði. Sem betur fer finn ég þetta safn ekki inni í skáp þegar ég er að taka til… kannski væri það samt ágætt því þá gæti ég hent því!

3 replies on “Safnari og veiðimaður”

  1. Hohoho…. við erum pínu líkar í okkur með þetta að gera…. kannski er grunnurinn af þessa draslasafni okkar að finna í æsku…L&L kannski?? hmmm…hver veit?
    ég á einmitt við það vandamál að stríða að geta aldrei sett geisladiska í rétt hulstur…og því kannast ég pínu við þennan ratleik sem endar á því að maður finnur eitthvað sem maður hélt að hefði týnst þegar maður var 16 ára eða eitthvað álíka….:)

  2. ég held að L&L sé pottþétt orsökin sko 😉
    verð að fara að kíkja í heimsókn til þín eða plata þig kannski í göngutúr með allar dætur þínar 😉

  3. já….hlakka rosalega mikið til…. það er alltaf gaman að fara í göngutúr..:)

Comments are closed.