Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2007

Húsmóðir í Vesturbænum

Það er skrýtið að vinna heima, þurfa ekki að mæta á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og stimpla sig inn. Engin smá breyting frá síðustu sumarvinnu þegar maður gat blaðrað allan daginn við PISA fólkið.

Á dag ákvað ég að gerast húsmóðurleg og afþýða ísskápinn á meðan ég var að vinna. Þessi gjörningur hlýtur að eiga öruggt sæti á topp fimm listanum yfir leiðinleg heimilisverk, fjúff…  Ég er að spá í að skrifa grein um þetta og senda hana í Velvakanda 😉

Ég þjáist af ólæknandi bloggleti…

Undanfarið er ég til dæmis búin að…….

… borða sjúklega góðan mat á Tapas barnum (sem hefði reyndar mátt koma aðeins hægar á borðið ;))

tapas.jpg

… hanga á hvolfi á leikvelli Súðavíkur… sem er einmitt styrktur af Orkunni! Mjög hressandi…

mai2007iii-080.jpg

…hitta þvottabjörn með rauðar fjaðrir….

snsh-074.jpg

… eyða frábærum degi og kvöldi með þessum yndislegu vinkonum : )

snsh-061.jpg

… og fá í leiðinni gasalega fína förðun 😉

snsh-057.jpg

…ooooog svo er ég víst að vinna líka 😉