Húsmóðir í Vesturbænum

Það er skrýtið að vinna heima, þurfa ekki að mæta á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og stimpla sig inn. Engin smá breyting frá síðustu sumarvinnu þegar maður gat blaðrað allan daginn við PISA fólkið.

Á dag ákvað ég að gerast húsmóðurleg og afþýða ísskápinn á meðan ég var að vinna. Þessi gjörningur hlýtur að eiga öruggt sæti á topp fimm listanum yfir leiðinleg heimilisverk, fjúff…  Ég er að spá í að skrifa grein um þetta og senda hana í Velvakanda 😉

8 replies on “Húsmóðir í Vesturbænum”

 1. …að þurfa að vinna inni á degi sem þessum er bara mannvonska…þannig að það er bara flott að ráða sér sjálfur..:) Ég á mig sjálft líka:)

  ísskápar eru bara hannaðir til að vera leiðinlegir við fólk þegar þeir eru drullugir…

 2. Hæhæ! Vildi bara þakka kærlega fyrir mig! Á†ðislega flott gjöf frá ykkur, það hefði vissulega verið gaman að sjá þig líka! Ég kíki stundum á síðuna þína…

 3. Til hamingju með útskriftina Rósa 🙂 Hefði verið mjög gaman að kíkja en ég var því miður boðin í aðra veislu á sama tíma á Skaganum… væri gott að geta verið á tveimur stöðum í einu 😉

 4. Dagbjört
  Nú er ég líka byrjuð að blogga. Krakkarnir kenndu mér á tæknina, þau eru líka að blogga. Þetta er svona fjölskyldusport. Gísli og Una Sóley þau einu sem blogga ekki. Já niðurstaðan er komin, Una Sóley, nafninu snúið við sem ég sagði í svefnrofunum uppá fæðingardeild.
  Kærar kveðjur
  María Sigrún

 5. Er svona að koma og fara fram að 10.júlí þá fer að hægjast um. Vestmannaeyjar og Þingvellir lagðir undir. Annars er þetta svona það er varla að ég hringi í neinn svo viss um að allir séu á ferðalögum. Ert þú heimavinnandi svona mestan part. Ég fattaði það ekki þegar ég gekk Lynghagann og yfir í Nauthólsvík í dag. Horfði nú á húsið þitt en kveikti ekki á perunni. Hitti reyndar Rósu í afgreislunni á safninu þar sem ég laumaðist til að fá mér kaffi og köku.
  kv María

 6. Þér lata bloggdýr … hehehhe! Jú, móðir þín og amma kenndu mér smákrakkanum að dansa jenka og upp úr því hófst spillingin … heheheh! Það er auðveldara að svara þér hérna heldur en á eigin bloggsíðu. Ég dett endalaust út og þarf við hverja hreyfingu að skrá mig inn á nýjan leik, alla vega í tölvunni heima, er orðin ansi pirruð … en hva …
  Ertu farin að æfa þig á afmælistertunni? Fæ ég Barbie eða Formúlubíl?
  Knús og klemm og kreist! Gaman væri að sjá þig við tækifæri!

 7. Þetta er mjög dularfullt hve lítið þér hafið skrifað Dagbjört(er ekki allir farnir að þéra hérna?) Hvað er DAgbjört að bardúsa? Er hún komin með myspace sem við megum ekki vita um?
  Látið í þér heyra Dagbjört! Þetta er mjög skrýtið allt saman.
  kv María

Comments are closed.