Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2007

Sumir dagar eru skrýtnari en aðrir…  dagurinn í gær var með þeim allra skrýtnustu.

Ég hef enga þörf fyrir að blogga um atburði dagsins en ég vildi óska þess að fjölmiðlar væru tillitssamari (sem gerist væntanlega aldrei) og ég vildi óska þess að fólki fyndist ekki nauðsynlegt að tjá sig um mál á netinu sem það hefur ekki hugmynd um… henda fram hinum og þessum tilgátum og dæma fólk sem það hefur aldrei þekkt. Aðstæður fólks og aðdragandi atburða getur verið svo miklu flóknara ferli en það sem almenningur sér… toppurinn á ísjakanum. Ég vildi óska þess að á stærsta fréttavef landsins þyrfti maður ekki bæði að lesa allt í ýktum æsifréttastíl og ofan á það tjáningar fólks út í bæ sem veit ekkert um hvað það er að tala. „Moggabloggið“ er bara ekki að virka í svona alvarlegum tilfellum. Fólk er að syrgja…

Þess bera menn sár um ævilöng ár

sem aðeins var stundarhlátur;

því brosa menn fram á bráðfleygri stund,

sem burt þvær ei ára grátur.

Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum….

Töskuævintýri og madame C

Á†ruverðugu blogglesendur, allir tveir!

Ég biðst afsökunar á því að hafa vanrækt ykkur, þið vitið að ég elska ykkur alltaf jafnheitt.  Ég heyrði bara einhvers staðar að ef það kæmi alvöru sumar á Áslandi mætti alls ekki hanga inni í tölvunni og ég ákvað að hlýða því. Samt er húðlitur minn ennþá sá sami og hjá Fester vini mínum í Addams fjölskyldunni, það er ótrúlega margt líkt með okkur Fester.

Á dag tók ég þátt í spretthlaupi sem fram fór á ákveðnum radíus í miðborg Reykjavíkur.. nánar tiltekið „norðan við Landssímahúsið“. Ástæðan var sú að Djonní frænka varð viðskila við ástkæra tösku sína á laugardagskvöldið. Á henni var allt sem skiptir máli… öll skilríki, sími, passi og flugmiði – í flug sem er að hefjast í þessum skrifuðu orðum. Pólitíið var búið að finna út að síminn var að senda neyðaróp af veikum mætti á þessum tiltekna radíus og þá var ekkert annað í stöðunni en að þræða hvern einasta stað sem stúlkan hefði mögulega getað stigið inn á umrætt kvöld. Ég hef aldrei farið inn á jafnmarga skemmtistaði á ævi minni… og þegar við vorum næstum því búnar að gefa upp alla von kom mesta rigning Áslandssögunnar (eða næstmesta) til að undirstrika hvað við áttum bágt. Símtöl í allar áttir björguðu því að við komumst inn á stað sem er ekkert opinn í dag… leitin þar bar engan árangur en á leiðinni út fékk gaurinn hugboð og labbaði beint að töskunni út í dimmu horni ofan á hátalara. Við dönsuðum trylltan sigurdans – tveimur tímum fyrir flug. Já já svona er alltaf spennandi í Reykjavík…

Helsta fréttin úr bloggleysinu er auðvitað sú að ég á nýja bókahillu 😉 Larson safnið fékk heiðurssess en þegar ég var að raða því sá ég að það vantar uppáhaldsbókina mína… ég hlýt að hafa lánað einhverjum mjög merkilegum þessa bók því hún er svo dýrmæt! Svo spurning þessarar færslu er: Hver er með The Curse of Madame C í láni hjá mér??? Svakaleg verðlaun í boði fyrir rétt svar!