Töskuævintýri og madame C

Á†ruverðugu blogglesendur, allir tveir!

Ég biðst afsökunar á því að hafa vanrækt ykkur, þið vitið að ég elska ykkur alltaf jafnheitt.  Ég heyrði bara einhvers staðar að ef það kæmi alvöru sumar á Áslandi mætti alls ekki hanga inni í tölvunni og ég ákvað að hlýða því. Samt er húðlitur minn ennþá sá sami og hjá Fester vini mínum í Addams fjölskyldunni, það er ótrúlega margt líkt með okkur Fester.

Á dag tók ég þátt í spretthlaupi sem fram fór á ákveðnum radíus í miðborg Reykjavíkur.. nánar tiltekið „norðan við Landssímahúsið“. Ástæðan var sú að Djonní frænka varð viðskila við ástkæra tösku sína á laugardagskvöldið. Á henni var allt sem skiptir máli… öll skilríki, sími, passi og flugmiði – í flug sem er að hefjast í þessum skrifuðu orðum. Pólitíið var búið að finna út að síminn var að senda neyðaróp af veikum mætti á þessum tiltekna radíus og þá var ekkert annað í stöðunni en að þræða hvern einasta stað sem stúlkan hefði mögulega getað stigið inn á umrætt kvöld. Ég hef aldrei farið inn á jafnmarga skemmtistaði á ævi minni… og þegar við vorum næstum því búnar að gefa upp alla von kom mesta rigning Áslandssögunnar (eða næstmesta) til að undirstrika hvað við áttum bágt. Símtöl í allar áttir björguðu því að við komumst inn á stað sem er ekkert opinn í dag… leitin þar bar engan árangur en á leiðinni út fékk gaurinn hugboð og labbaði beint að töskunni út í dimmu horni ofan á hátalara. Við dönsuðum trylltan sigurdans – tveimur tímum fyrir flug. Já já svona er alltaf spennandi í Reykjavík…

Helsta fréttin úr bloggleysinu er auðvitað sú að ég á nýja bókahillu 😉 Larson safnið fékk heiðurssess en þegar ég var að raða því sá ég að það vantar uppáhaldsbókina mína… ég hlýt að hafa lánað einhverjum mjög merkilegum þessa bók því hún er svo dýrmæt! Svo spurning þessarar færslu er: Hver er með The Curse of Madame C í láni hjá mér??? Svakaleg verðlaun í boði fyrir rétt svar!

6 replies on “Töskuævintýri og madame C”

 1. wooooooo? týmdirðu að lána Maddömmuna???;) thja saklaus ég allaveganna:)

  en frábært að allt fannst:D þó svo að maður var eiginlega með eltingarleikinn beint í æð;)

 2. LOKSINS blogg frá dúllunni minni. Hlakka til að sjá þig 12. ágúst! Ertu virkilega í alvörunni til í að gera tertu fyrir mig? Taka svo gamla settið með í ammmlið … Knús af Skaganum. Við söknum þín.

 3. neih! mín hefur bara opnað lapparann! enda alveg skiljanlegt þar sem það er komin rigninarsuddi…. og ég titla þig hetju dagsins því að mér leiðist heima með Nínu veika….og bloggið reddaði mér alveg…:)
  vertu í bandi þegar þú kemur á skagann….:)

 4. hehehe já ég nýtti rigninguna í þetta sko 😉 Ég ætlaði að vera í svaka Skagadvöl núna en vinnan tefst alltaf meira og meira 🙁 Eeeeeen hver veit nema það styttist bara í að ég flytji alveg á Skagann.. hmmmmm 😉 Held að það sé nú ekkert svo langt í það!

  Já Lísmundur ég veit ekki hvernig mér datt þetta í hug… að lána aumingja Madame C 🙁 Ég er ömurleg bókamóðir. En það var gaman að hafa þig með í töskudramanu (það kom reyndar í ljós að einn lesandi bloggsins hélt að þetta hefði verið FERÁATASKA, þetta var meira svona veski sko, til að hafa það á hreinu að hún var ekki að djamma með ferðatöskuna 😀 ).

  Og Gurrí mín auðvitað geri ég köku! Veit nú samt ekki hvort hún dugar fyrir svona rosalega stórt afmæli en fyrstur kemur, fyrstur fær 😉 Það verða líka allir sem borða kökuna með tungu í þeim lit sem kakan er svo þú getur bara skoðað upp í gestina til að athuga hver er búinn að fá 😉

  Þetta komment er jafnlangt og bloggið svo ég er tæknilega séð búin að blogga tvisvar 😉

 5. jessss….. að flytja á skagann þykir mér snilldarhugmynd….enda er skaginn svo góður og bestasti bær í heimi:) hlakka til að heyra í þér…:)

 6. Þú ert sko best!!! Ég panta yfirleitt 40 manna afmælistertu hjá bakaríi og hún hefur dugað vel ofan í 70 manns því að það eru fleiri sortir! Hef engar áhyggjur af „smæð“ kökunnar … bara ef afmælisbarnið fær eina sneið! Vona að pabbi þinn og mamma komist líka.

Comments are closed.